Lífið

Stefnir á Bretlandsmarkað

Ellý Ármanns skrifar
Sigrún Lilja Guðjónsdótir situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Sigrún var aðeins 24 ára þegar hún byrjaði að þróa vörur í nafni Gyðju Collection og í dag hefur hún hannað og markaðssett fjöldan allan af skó- og fylgihlutalínum með góðum árangri. Þá hefur hún framleitt þrjú íslensk ilmvötn; Eyjafjallajökul, Vatnajökul og Heklu.

Sigrún Lilja.
Þetta ár hefur Sigrún Lilja og teymið hennar hjá Gyðju Collection unnið hörðum höndum við að þróa og hanna nýjar vörur sem líta dagsins ljós fyrir jólin. Þegar hún er spurð um vörurnar er hún leyndardómsfull en segir þó að um vörur sé að ræða sem Gyðja Collection hefur ekki sett á markað áður.

Mikil spenna framundan

„Það ríkir mikil spenna hér því við höfum unnið mjög hörðum höndum síðustu misseri við undirbúning á þessum vörum og nú erum við loksins komin að því að við fáum að frumsýna vörurnar fyrir heiminum hérlendis í nóvember," segir hún.

„Auk þess erum við að fara inn á Bretlandsmarkað af fullum krafti strax í byrjun næsta árs eftir gríðarlegan undirbúning. Þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan." 

Stefnir á Bretland

Í dag fást ilmvötn Gyðju meðal annars í Þýskalandi, Slóveníu, Danmörku, Hollandi, Swiss og í Bandaríkjunum að sögn Sigrúnar Lilju en næsta skref er að herja inn á Bretlandsmarkaðinn.

„Bretland er hringiðan í Evrópu og ef maður nær góðum árangri þar þá vinnur það út frá sér inn í fleiri Evrópulönd. Þess vegna erum við að fara aðra leið þangað inn heldur en við höfum gert inn í önnur lönd. Við erum sjálf að koma okkur upp skrifstofu, vöruhúsi og starfsfólki til að standa af fullum krafti að baki vörununum okkar inn á markaðinn í Bretlandi. Við verðum því komin með annað aðsetur þar á næsta ári." segir hún.

Gydja.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.