Mér fannst ég svo gölluð með þetta allt saman - missti 50 kg Ellý Ármanns skrifar 29. október 2013 14:30 Margrét segir okkur sögu sína. Margrét Elísabet Andrésdóttir, 37 ára einstæð þriggja barna móðir, hefur lést um 50 kíló síðan í ágúst 2011. Hana dreymir um að eignast kærasta og hlaupabretti en líf Margrétar hefur aldeilis ekki verið dans á rósum. Síðan hún veiktist aðeins 18 ára gömul hefur hún tekist á við ótal erfið verkefni. Þá missti hún heimili sitt þegar myglusveppur yfirtók húsnæði hennar og barnanna - sjá hér.Við vorum búin að missa allt dótið „Í mai 2011 sat ég með börnunum mínum í tómri íbúð þar sem við vorum búin að missa allt dótið okkar í svæsnum myglusvepp á Egilsstöðum og þar sem elsti strákurinn minn var að klára 10. bekk leyfði ég honum að ráða hvert við myndum flytja," segir Margrét þegar samtal okkar hefst en hún býr núna ásamt börnunum á Akureyri því drengurinn hennar kaus að hefja nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri.„Ég hef ekki tekið neitt inn. Engin fæðubótaefni, aðgerðir eða neitt. Ég hef það bara fínt - ég fer alltaf í mínar lyfjagjafir á 4 vikna fresti," segir Margrét.Ákvað að gera eitthvað fyrir sjálfa sig „Þegar við vorum komin hingað á Akureyri ákvað ég að gera eitthvað fyrir sjálfa mig en ég hef verið öryrki frá því ég var 18 ára og hef farið í fjölmargar aðgerðir á hné meðal annars og svo er ég með ónæmisskort. Ég byrjaði á því að fara í ræktina en varð alltaf rosalega veik á því. Ætli ónæmiskerfið mitt höndli það nokkuð. Svo þá fór ég að synda daglega og byrjaði bara nokkrar ferðir upp í kílómeter á dag. Það er eiginlega það eina sem ég hef gert til að ná þessum árangri," útskýrir Margrét.Leggur hnífapörin frá sér „Núna í sumar hef ég tamið mér það að leggja hnífapörin frá mér átta sinnum á meðan ég borða og það er ótrúlegt hversu miklu minna maður borðar þegar maður gerir það en ég borða allan mat og neita mér eiginlega aldrei um neitt. Ég borða bara aðeins minna. Það skrýtna við þetta allt var að mér hefur aldrei fundist ég vera eitthvað rosalega feit," segir hún.Þráir að eignast hlaupabretti „Núna eru aukakílóin föst og það er mín heitasta þrá að eignast hlaupabretti eða hjól hérna heima til að klára það sem ég er byrjuð á. Ætli ég verði ekki að biðja jólasveininn um að gefa mér það - á maður ekki alltaf að fá eitthvað fallegt frá honum ef maður er búinn að vera duglegur?" spyr Margrét en eins og fyrr segir getur hún ekki sótt líkamsræktarstöðina sökum veikinda.„Svo lífið er búið að vera pínu erfitt," viðurkennir Margrét.Tilbúin að verða ástfangin á ný „Svo er skemmtilegt að segja frá því að svona í seinni tíma þá er mig farið að langa í kærasta. Er ekki hægt að auglýsa eftir honum svona í leiðinni?" spyr hún og skellihlær en heldur áfram öllu alvarlegri: „Ég lokaði mig af því ég einbeitti mér að því að koma okkur upp heimili en dóttir mín er gigtarsjúklingur. Mér fannst þetta svo mikið verkefni og mikill pakki að ég gat ekki boðið neinum upp á það. Mér fannst ég svo gölluð með þetta allt saman. Núna þegar ég er komin á þennan stað og mér er farið að líða betur og komin með rétta mynd af heimilinu þá - já, þá ég gæti hugsað mér að hafa einhvern við hliðina á mér í sófanum."Gefst ekki upp „Ég gat aldrei leyft mér neitt ef við áttum aukapening þá fór hann í dansæfingu hjá börnunum eða einhverja bók. Ég leyfði mér aldrei neitt. Eins líka bara með föt og fleira en öllu var hent eftir myglusveppinn þannig að við áttum ekkert." „Ég hef aldrei misst móðinn. Þetta er verkefni og við förum í gegnum þetta. Ég hef þann kost að vakna með börnunum, fara með þau í skólann, þaðan í lyfjagjöf og hvíla mig áður en þau koma heim," segir Margrét bjartsýn á framhaldið enda engin ástæða til annars. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Margrét Elísabet Andrésdóttir, 37 ára einstæð þriggja barna móðir, hefur lést um 50 kíló síðan í ágúst 2011. Hana dreymir um að eignast kærasta og hlaupabretti en líf Margrétar hefur aldeilis ekki verið dans á rósum. Síðan hún veiktist aðeins 18 ára gömul hefur hún tekist á við ótal erfið verkefni. Þá missti hún heimili sitt þegar myglusveppur yfirtók húsnæði hennar og barnanna - sjá hér.Við vorum búin að missa allt dótið „Í mai 2011 sat ég með börnunum mínum í tómri íbúð þar sem við vorum búin að missa allt dótið okkar í svæsnum myglusvepp á Egilsstöðum og þar sem elsti strákurinn minn var að klára 10. bekk leyfði ég honum að ráða hvert við myndum flytja," segir Margrét þegar samtal okkar hefst en hún býr núna ásamt börnunum á Akureyri því drengurinn hennar kaus að hefja nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri.„Ég hef ekki tekið neitt inn. Engin fæðubótaefni, aðgerðir eða neitt. Ég hef það bara fínt - ég fer alltaf í mínar lyfjagjafir á 4 vikna fresti," segir Margrét.Ákvað að gera eitthvað fyrir sjálfa sig „Þegar við vorum komin hingað á Akureyri ákvað ég að gera eitthvað fyrir sjálfa mig en ég hef verið öryrki frá því ég var 18 ára og hef farið í fjölmargar aðgerðir á hné meðal annars og svo er ég með ónæmisskort. Ég byrjaði á því að fara í ræktina en varð alltaf rosalega veik á því. Ætli ónæmiskerfið mitt höndli það nokkuð. Svo þá fór ég að synda daglega og byrjaði bara nokkrar ferðir upp í kílómeter á dag. Það er eiginlega það eina sem ég hef gert til að ná þessum árangri," útskýrir Margrét.Leggur hnífapörin frá sér „Núna í sumar hef ég tamið mér það að leggja hnífapörin frá mér átta sinnum á meðan ég borða og það er ótrúlegt hversu miklu minna maður borðar þegar maður gerir það en ég borða allan mat og neita mér eiginlega aldrei um neitt. Ég borða bara aðeins minna. Það skrýtna við þetta allt var að mér hefur aldrei fundist ég vera eitthvað rosalega feit," segir hún.Þráir að eignast hlaupabretti „Núna eru aukakílóin föst og það er mín heitasta þrá að eignast hlaupabretti eða hjól hérna heima til að klára það sem ég er byrjuð á. Ætli ég verði ekki að biðja jólasveininn um að gefa mér það - á maður ekki alltaf að fá eitthvað fallegt frá honum ef maður er búinn að vera duglegur?" spyr Margrét en eins og fyrr segir getur hún ekki sótt líkamsræktarstöðina sökum veikinda.„Svo lífið er búið að vera pínu erfitt," viðurkennir Margrét.Tilbúin að verða ástfangin á ný „Svo er skemmtilegt að segja frá því að svona í seinni tíma þá er mig farið að langa í kærasta. Er ekki hægt að auglýsa eftir honum svona í leiðinni?" spyr hún og skellihlær en heldur áfram öllu alvarlegri: „Ég lokaði mig af því ég einbeitti mér að því að koma okkur upp heimili en dóttir mín er gigtarsjúklingur. Mér fannst þetta svo mikið verkefni og mikill pakki að ég gat ekki boðið neinum upp á það. Mér fannst ég svo gölluð með þetta allt saman. Núna þegar ég er komin á þennan stað og mér er farið að líða betur og komin með rétta mynd af heimilinu þá - já, þá ég gæti hugsað mér að hafa einhvern við hliðina á mér í sófanum."Gefst ekki upp „Ég gat aldrei leyft mér neitt ef við áttum aukapening þá fór hann í dansæfingu hjá börnunum eða einhverja bók. Ég leyfði mér aldrei neitt. Eins líka bara með föt og fleira en öllu var hent eftir myglusveppinn þannig að við áttum ekkert." „Ég hef aldrei misst móðinn. Þetta er verkefni og við förum í gegnum þetta. Ég hef þann kost að vakna með börnunum, fara með þau í skólann, þaðan í lyfjagjöf og hvíla mig áður en þau koma heim," segir Margrét bjartsýn á framhaldið enda engin ástæða til annars.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira