Lífið

Beck með nýja plötu í vændum

Beck snýr aftur með plötu.
Beck snýr aftur með plötu. Nordicphotos/Getty
Tónlistarmaðurinn Beck er að fara gefa út sína tólftu hljóðversplötu, eftir um það bil fimm og hálfs árs bið. Platan ber titilinn Morning Phase en þetta er fyrsta plata hans eftir að hann fór yfir til Capitol Records. Stefnt er á platan komi út í febrúar.

Beck hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2008, þegar platan Modern Guilt kom út. Talið er að að Beck sé að fara aftur í fyrra form og að platan verði með rólegra móti. Nýja platan er talin líkjast plötunni Sea Change, sem vakti mikla lukku þegar hún kom út árið 2002.

Talið er að hann hafi unnið að plötunni í talsverðan tíma. Beck hefur komið fram á tónleikum víðsvegar í sumar og mun í næsta mánuði koma fram á þremur tónleikum í Suður-Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.