Lífið

Kvikmynd byggð á Entourage-þáttaröðinni á leiðinni

Jeremy Piven leikur umboðsmanninn harðsvíraða, Ari Gold, í Entourage
Jeremy Piven leikur umboðsmanninn harðsvíraða, Ari Gold, í Entourage AFP/NordicPhotos
Vinnie Chase, Ari Gold og félagar þeirra snúa aftur til Hollywood.

„Við ætlum að slá til. Elska ykkur öll,“ tísti leikstjóri Entourage, Doug Ellin í dag, um kvikmynd byggða á þáttaröðinni Entourage.

Samningar við aðalleikarana Adrian Grenier, Kevin Dillon, Jerry Ferrara og Kevin Connolly hafa þegar verið gerðir samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs. 

Þó er nokkuð síðan staðfest var að kvikmynd byggð á Entourage væri í pípunum. Ósætti varð hinsvegar þegar kom í ljós að einn aðalleikarinn, Jeremy Piven, hafði samið um mun hærri laun en aðrir leikarar og varð þá óvíst með framtíð myndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.