Enski boltinn

Mourinho: Það grætur enginn þessi úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea með Ryan Giggs.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea með Ryan Giggs. Mynd/AFP
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sá sína menn gera markalaust jafntefli á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford í kvöld.

„Þetta var leikur sem enginn átti skilið að vinna og enginn átti skilið að tapa. Áhorfendur hefðu örugglega viljað fá mark í leikinn en hvað taktík varðar þá var þetta mjög góður leikur. Það grætur enginn þessi úrslit," sagði Jose Mourinho.

„Þetta er mikilvægt stig fyrir okkur. Ég er svolítið pirraður af því að við gerðum einföldu hlutina ekki vel. Við töpuðum boltanum ítrekað og þegar við ætluðum að sækja hratt þá misfórust margar auðveldar sendingar," sagði Mourinho.

„Þeir voru örugglega pirraðir yfir því hvernig við spiluðum þennan leik," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×