Vantar þeldökka til að ljúka vöruþróun Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Helstu samkeppnisvörur Kerecis eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. mynd/kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira