Vantar þeldökka til að ljúka vöruþróun Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Helstu samkeppnisvörur Kerecis eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. mynd/kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira