Aldrei stóð til að slá striki yfir gjaldið 24. maí 2013 06:00 Sigurður ingi jóhannsson Aldrei stóð til að afnema sérstakt veiðigjald með einu pennastriki í sumar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr sjávarútvegsráðherra, spurður um fréttaflutning þess efnis, en alltaf var ljóst að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Staðinn verður vörður um strandveiðar og fleiri byggðaleg úrræði. Athugað verður hvort aflaregla í þorski megi vera sveigjanlegri. „Það að afnema þetta sérstaka veiðigjald, eins og það er útfært, hefur ævinlega staðið til, en það þýddi það ekki að sérstakt gjald yrði ekki útfært með öðrum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra spurður um texta um sjávarútvegsmál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í yfirlýsingunni segir að almenna veiðigjaldið skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Sigurður bætir við að breytingar á veiðigjöldum tengist jafnframt hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að skapa skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin að endurnýja skipastól sinn og atvinnutæki í landi – slíkt sé tímabært enda skipastóllinn einn sá elsti á byggðu bóli. Um sumt er texti yfirlýsingarinnar ekki skýr – fyrir leikmenn. Þar stendur til dæmis: „Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna.“ Sigurður skýrir að þessi texti víki til dæmis að aflareglu í þorski. „Við erum með 20% aflareglu í þorski og það er markmið að setja slíkar reglur á aðrar tegundir til að tryggja sjálfbærni og að menn gangi skynsamlega um auðlindina. Því hefur hins vegar ekki verið mótmælt að það væri hægt að hafa stefnuna sveigjanlegri. Það gæti falist í því að í stað tuttugu prósentanna gæti hlutfallið verið 19 til 23 prósent, svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður og bætir við að stefna um að setja aflareglur fyrir fleiri tegundir muni standa óbreytt. Strandveiðar munu halda sínum sessi og vísar Sigurður í texta yfirlýsingarinnar þar sem stendur að „stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi löggjöf kveður á um“. Það sama á við um byggðakvóta og fleiri atriði, en nýr ráðherra tekur þó fram að allt sé breytingum undirorpið við mat á hvernig auðlindin nýtist þjóðinni best. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Aldrei stóð til að afnema sérstakt veiðigjald með einu pennastriki í sumar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr sjávarútvegsráðherra, spurður um fréttaflutning þess efnis, en alltaf var ljóst að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Staðinn verður vörður um strandveiðar og fleiri byggðaleg úrræði. Athugað verður hvort aflaregla í þorski megi vera sveigjanlegri. „Það að afnema þetta sérstaka veiðigjald, eins og það er útfært, hefur ævinlega staðið til, en það þýddi það ekki að sérstakt gjald yrði ekki útfært með öðrum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra spurður um texta um sjávarútvegsmál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í yfirlýsingunni segir að almenna veiðigjaldið skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Sigurður bætir við að breytingar á veiðigjöldum tengist jafnframt hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að skapa skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin að endurnýja skipastól sinn og atvinnutæki í landi – slíkt sé tímabært enda skipastóllinn einn sá elsti á byggðu bóli. Um sumt er texti yfirlýsingarinnar ekki skýr – fyrir leikmenn. Þar stendur til dæmis: „Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna.“ Sigurður skýrir að þessi texti víki til dæmis að aflareglu í þorski. „Við erum með 20% aflareglu í þorski og það er markmið að setja slíkar reglur á aðrar tegundir til að tryggja sjálfbærni og að menn gangi skynsamlega um auðlindina. Því hefur hins vegar ekki verið mótmælt að það væri hægt að hafa stefnuna sveigjanlegri. Það gæti falist í því að í stað tuttugu prósentanna gæti hlutfallið verið 19 til 23 prósent, svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður og bætir við að stefna um að setja aflareglur fyrir fleiri tegundir muni standa óbreytt. Strandveiðar munu halda sínum sessi og vísar Sigurður í texta yfirlýsingarinnar þar sem stendur að „stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi löggjöf kveður á um“. Það sama á við um byggðakvóta og fleiri atriði, en nýr ráðherra tekur þó fram að allt sé breytingum undirorpið við mat á hvernig auðlindin nýtist þjóðinni best. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira