Innlent

Menn moka upp karfanum

Kláruðu karfakvótann á 12 dögum.
Kláruðu karfakvótann á 12 dögum.

Mokveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á karfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg og eru sumir þegar búnir með kvóta sína, en veiðarnar máttu hefjast tíunda maí.

Þerney RE kláraði sinn kvóta á aðeins 12 sólarhringum. Helsta vandamál skipstjórnarmanna síðustu dagana hefur verið að fá ekki of mikinn afla miðað við frystigetuna um borð, en ef hún væri meiri hefðu skipin getað veitt mun meira. Þetta eru mikil umskipti frá síðustu karfavertíð þegar nokkrir togarar náðu ekki kvóta sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×