Innlent

Gekk fram á lík í dauðabeltinu á Everest

afrek Leifur Örn Svavarsson í hlíðum Everest. mynd/leifur örn svavarsson
afrek Leifur Örn Svavarsson í hlíðum Everest. mynd/leifur örn svavarsson

„Hann gat ekki hringt í okkur af tindinum vegna veðurs, en hann hringdi í gærmorgun, og var þá í 8.300 metrum og á leiðinni niður.

Hann ætlaði bara að pakka saman, fá sér að borða og halda áfram. Markmiðið var að komast niður í 7.000 metra í dag, helst lengra,“ segir Arinbjörn Hauksson, starfsmaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna, í samtali við Fréttablaðið.

Leifur Örn Svavarsson er fyrsti Íslendingurinn sem hefur náð toppi hæsta fjalls heims, Everest-fjalls, frá norðurhlíð fjallsins. Undanfarna daga hafa þó fjölmargir göngugarpar þurft að snúa til baka niður fjallið vegna veðurs og aðrir hreinlega látið lífið í hlíðum fjallsins.

Leifur gekk fram á lík í snjónum við stíginn á lokasprettinum, í svokölluðu dauðabelti sem er svæðið ofan 8.000 metra hæð. Leifur var vel sofinn, hafði fengið súrefni um nóttina, og var því vel búinn undir lokasprettinn. Ingólfur G. Gissurarson, hinn Íslendingurinn sem kleif Everest í vikunni, er kominn heill á húfi niður í grunnbúðir Everest. - ósk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×