Kennarar þurfa að sýna árangur í starfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2013 12:00 Fyrrverandi rektor segir háskólastarf vera langtímastarf. „Ég veit ekki hvort hægt er að heimfæra þetta á íslenskt háskólasamfélag. Staðreyndin er sú að það mun reynast erfitt að breyta þessu, nema breytingarnar séu þeim mun róttækari. Fastráðning er nefnilega nauðsynleg til þess að menn geti helgað sig rannsóknum endanlega,“ segir Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ. „Menn geta ekki alltaf verið í skammtímaráðningu, háskólastarfið er langtímastarf og ekki alltaf pláss fyrir lausamennsku.“ Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn í síðustu viku, og vakti meðal annars athygli á róttækum hugmyndum sínum hvað varðar fastráðningar prófessora í háskólum. Taylor finnst nauðsynlegt skref í að nútímavæða háskólaumhverfið að beinlínis verði tekið fyrir fastráðningar prófessora, og þess í stað komið upp kerfi þar sem sjö ára starfssamningar séu gerðir við prófessorana. Að þeim árum loknum sé svo hægt að framlengja samningana að því gefnu að báðir aðilar séu ánægðir. Þannig sé búið til umhverfi sem leiðir til nýbreytni og sköpunar; hvata til þess að þróast í starfi. Með þessu móti væri enn fremur hægt að verðlauna þá sem standa sig vel og búa til pláss fyrir ungt fólk með nýjar hugmyndir og vinnuaðferðir. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, tekur að miklu leyti undir orð Taylors um fastráðningar háskólakennara. „Mér finnst það nú bara sjálfsagt að það séu skýr viðmið í háskólakennslu og gerðar kröfur, og að því leytinu tek ég undir með Taylor. En það er vissulega fylgst með okkur í starfi, þó að það sé mikilvægt að halda áfram að þróa viðmið og mælikvarða. Það er mikilvægt að sýna árangur í starfi þótt það megi deila um það hver mælanlegur árangur er í starfi – eigum við bara að fara eftir því sem er gefið út? Ég er alls ekki á því. Það er mikilvægt að finna leiðir til að mæla árangur í kennslu,“ bætir Arndís við. „En svo eru greinarnar ólíkar innbyrðis, þannig að við getum ekki notað sömu viðmið á öllum fræðasviðum. Fræðifólk á hugvísindasviði er til dæmis oft að vinna að stórum verkefnum sem taka einhver ár, svo ég noti dæmi úr eigin ranni. Samningar mega ekki vera á ársgrundvelli og Taylor er alls ekki að leggja það til. Það verða að vera skýr viðmið og ekki bara þau að þú sýnir árangur í rannsóknum í útgáfu, heldur líka í kennslu. Það hefur verið erfitt að finna mælanleg viðmið í kennslu og að því þurfum við að vinna,“ segir Arnfríður enn fremur. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvort hægt er að heimfæra þetta á íslenskt háskólasamfélag. Staðreyndin er sú að það mun reynast erfitt að breyta þessu, nema breytingarnar séu þeim mun róttækari. Fastráðning er nefnilega nauðsynleg til þess að menn geti helgað sig rannsóknum endanlega,“ segir Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ. „Menn geta ekki alltaf verið í skammtímaráðningu, háskólastarfið er langtímastarf og ekki alltaf pláss fyrir lausamennsku.“ Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn í síðustu viku, og vakti meðal annars athygli á róttækum hugmyndum sínum hvað varðar fastráðningar prófessora í háskólum. Taylor finnst nauðsynlegt skref í að nútímavæða háskólaumhverfið að beinlínis verði tekið fyrir fastráðningar prófessora, og þess í stað komið upp kerfi þar sem sjö ára starfssamningar séu gerðir við prófessorana. Að þeim árum loknum sé svo hægt að framlengja samningana að því gefnu að báðir aðilar séu ánægðir. Þannig sé búið til umhverfi sem leiðir til nýbreytni og sköpunar; hvata til þess að þróast í starfi. Með þessu móti væri enn fremur hægt að verðlauna þá sem standa sig vel og búa til pláss fyrir ungt fólk með nýjar hugmyndir og vinnuaðferðir. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, tekur að miklu leyti undir orð Taylors um fastráðningar háskólakennara. „Mér finnst það nú bara sjálfsagt að það séu skýr viðmið í háskólakennslu og gerðar kröfur, og að því leytinu tek ég undir með Taylor. En það er vissulega fylgst með okkur í starfi, þó að það sé mikilvægt að halda áfram að þróa viðmið og mælikvarða. Það er mikilvægt að sýna árangur í starfi þótt það megi deila um það hver mælanlegur árangur er í starfi – eigum við bara að fara eftir því sem er gefið út? Ég er alls ekki á því. Það er mikilvægt að finna leiðir til að mæla árangur í kennslu,“ bætir Arndís við. „En svo eru greinarnar ólíkar innbyrðis, þannig að við getum ekki notað sömu viðmið á öllum fræðasviðum. Fræðifólk á hugvísindasviði er til dæmis oft að vinna að stórum verkefnum sem taka einhver ár, svo ég noti dæmi úr eigin ranni. Samningar mega ekki vera á ársgrundvelli og Taylor er alls ekki að leggja það til. Það verða að vera skýr viðmið og ekki bara þau að þú sýnir árangur í rannsóknum í útgáfu, heldur líka í kennslu. Það hefur verið erfitt að finna mælanleg viðmið í kennslu og að því þurfum við að vinna,“ segir Arnfríður enn fremur.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira