Innlent

Nýir ráðherrar tóku við lyklum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson tekur við lyklunum af Katrínu Jakobsdóttur.
Illugi Gunnarsson tekur við lyklunum af Katrínu Jakobsdóttur. Mynd/ GVA.

Nýir ráðherrar tóku við lyklum í atvinnuvegaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu í morgun.

Það er Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gegnir stöðu iðnaðarráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu en Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann tekur einnig við af Svandísi Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Fráfarandi ráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. Þá tók Illugi Gunnarsson við lyklunum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur.

Nýir ráðherrar tóku við lyklum í forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í gær. Það voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×