Óskýr mörk tísku og listar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. maí 2013 10:59 Andrea Maack og Huginn Þór Arason tvinna saman listform í verkinu Kaflaskipti. Sýningin opnar í Hafnarhúsinu kl 16 á morgun. MYND/LISTAHÁTÍÐ Listamennirnir Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti í Hafnarhúsinu á morgun. Undirbúningur verkefnisins hefur tekið rúmlega tvö ár. Verkið byggir á reynslu Andreu sem ilmvatnsframleiðanda en einnig á áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalsins. Andrea segir verkið byggja á óskýrum mörkum tísku og listar, en tískan er persónulegt áhugamál þeirra beggja. „Í sýningarsalnum verður hálfgerður tískusýningarpallur og svokallaðir „goodie bags“ eins og oft eru í boði á tískusýningum. Fólk fær þó ekki að taka þá með sér í þetta skiptið heldur eru þeir hluti af innsetningunni. Hugmyndin kviknaði á Marc Jacobs tískusýningu „Við fengum hugmyndina þegar Marc Jacobs notaði sólina hans Ólafs Elíassonar á tískusýningu fyrir einhverjum árum og tvinnaði listaverkinu þannig saman við tískupallana. Við tókum hugmyndina og snérum henni við, settum tískuna inn í sýningarsalinn.“ Andrea er viss um að mörk tísku og listar verði enn óskýrari í komandi framtíð. „Verkið er okkar framtíðarsýn. Það er algjörlega í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum erlendis. Framtíð listarinnar liggur á sýningarpöllum og verslunarútstillingum. Ólafur Elíasson hefur til dæmis hannað útstillingu í glugga fyrir Louis Vuitton.“ 50 sérhannaðir ilmir frá Frakklandi Sýningarsalurinn í Hafnarhúsinu mun anga af 50 áður óþekktum ilmum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir verkið af mismunandi ilmvatnsframleiðendum í Frakklandi. Lyktirnar verða í handgerðum pappírsskúlptúrum og blandast svo saman í loftinu. Sýningargesturinn finnur því mismunandi lyktir eftir því hvar í sýningarsalnum hann er staddur. Andrea er spennt fyrir opnuninni. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni þó að fæðingin hafi vissulega verið löng. Ilmvötnin mín byrjuðu í listinni svo þetta er í raun komið í heilan hring hjá mér.“ Kaflaskipti opnar kl 16 á morgun og eru allir velkomnir. Andrea Maack að verki. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Listamennirnir Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti í Hafnarhúsinu á morgun. Undirbúningur verkefnisins hefur tekið rúmlega tvö ár. Verkið byggir á reynslu Andreu sem ilmvatnsframleiðanda en einnig á áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalsins. Andrea segir verkið byggja á óskýrum mörkum tísku og listar, en tískan er persónulegt áhugamál þeirra beggja. „Í sýningarsalnum verður hálfgerður tískusýningarpallur og svokallaðir „goodie bags“ eins og oft eru í boði á tískusýningum. Fólk fær þó ekki að taka þá með sér í þetta skiptið heldur eru þeir hluti af innsetningunni. Hugmyndin kviknaði á Marc Jacobs tískusýningu „Við fengum hugmyndina þegar Marc Jacobs notaði sólina hans Ólafs Elíassonar á tískusýningu fyrir einhverjum árum og tvinnaði listaverkinu þannig saman við tískupallana. Við tókum hugmyndina og snérum henni við, settum tískuna inn í sýningarsalinn.“ Andrea er viss um að mörk tísku og listar verði enn óskýrari í komandi framtíð. „Verkið er okkar framtíðarsýn. Það er algjörlega í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum erlendis. Framtíð listarinnar liggur á sýningarpöllum og verslunarútstillingum. Ólafur Elíasson hefur til dæmis hannað útstillingu í glugga fyrir Louis Vuitton.“ 50 sérhannaðir ilmir frá Frakklandi Sýningarsalurinn í Hafnarhúsinu mun anga af 50 áður óþekktum ilmum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir verkið af mismunandi ilmvatnsframleiðendum í Frakklandi. Lyktirnar verða í handgerðum pappírsskúlptúrum og blandast svo saman í loftinu. Sýningargesturinn finnur því mismunandi lyktir eftir því hvar í sýningarsalnum hann er staddur. Andrea er spennt fyrir opnuninni. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni þó að fæðingin hafi vissulega verið löng. Ilmvötnin mín byrjuðu í listinni svo þetta er í raun komið í heilan hring hjá mér.“ Kaflaskipti opnar kl 16 á morgun og eru allir velkomnir. Andrea Maack að verki.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira