Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að það fari að kólna allverulega á morgun.
Aðfararnótt föstudags og á föstudaginn verður virkilega kalt, en Þorstenn Jónsson veðurfræðingur segir að búast megi við allt að 15-20 stiga frosti inn til landsins og um 10 stigum á höfðborbarsvæðinu á föstudaginn.
„Það fer að snúast í norðanátt á morgun og þá fer að kólna. Það verður mikið frost um land allt. Fyrir norðan og austan fylgir snjókoma þessari norðanátt,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að það fari að snjóa á norðurlandi í nótt og fram á morgun og austanlands fari að snjóa á fimmtudeginum.
„Á föstudaginn fer svo að létta til á öllu landinu, en þá um kvöldið kemur lægð upp að landinu með snjókomu sunnan og vestanlands og getur snjóað þar fram á morgun. Fer svo út í rigningu meira á laugardeginum,“ segir Þorsteinn.
Þorsteinn segir frostið aðallega vera bundið við fimmtudag og föstudag en svo dregur úr því um helgina.
„Þetta byrjar með því að það kólnar á morgun, reyndar er frost núna eiginlega alls staðar nema sums staðar við ströndina. Enn þetta verður kaldara á morgun og kalt fram að helgi,“ segir Þorsteinn.
Byrjar að kólna um allt land á morgun
