Fótbolti

Cavani þreyttur á slúðrinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Cavani fagnar marki sínu gegn Brasilíu í undanúrslitum Álfukeppninnar
Cavani fagnar marki sínu gegn Brasilíu í undanúrslitum Álfukeppninnar MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Edinson Cavani framherji Napoli er orðinn leiður á stanslausu slúðri um sig og hefur viðurkennt að orðrómurinn hafi truflandi áhrif á sig. Cavani hefur leikið frábærlega með Napoli og með landsliði Úrúgvæ síðustu misserin.

Cavani hefur farið mikinn í Álfukeppninni nú í júní þrátt fyrir að hafa verið orðaður við bæði Real Madrid og Chelsea í allt sumar.

Talið er að Chelsea sé að undirbúa 45 milljón punda tilboð í Cavani en það er riftunarverð í samningi hans við Napoli upp á 52 milljónir punda.

Cavani verður í eldlínunni með Úrúgvæ í dag þegar liðið mætir Ítalíu í leiknum um þriðja sæti Álfukeppninnar.

„Á þessu augnabliki er allt undir pressu. Allt getur verið misskilið. Ég reyni að halda ró minni og vera einbeittur,“ sagði Cavani.

„Í byrjun Álfukeppninnar bjóst ég ekki við að orðrómur um stöðu mína myndi valda mér áhyggjun en ég verð að viðurkenna að þetta hefur truflað mig lítillega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×