Enski boltinn

Peruzzi nálgast Sunderland

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Peruzzi þykir mikið efni
Peruzzi þykir mikið efni MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Argentínska knattspyrnufélagið Velez Sarsfield segir argentínska landsliðsmanninn Gino Peruzzi á leið til Sunderland. Viðræður um kaup enska úrvalsdeildarliðsins á bakverðinum eru langt komnar.

Paolo Di Canio knattspyrnustjóri Sunderland er mjög hrifinn af hinum 21 árs gamla bakverði sem mörg félög hafa fylgst náið með.

„Viðræðurnar eru langt komnar,“ sagði Julio Baldomar varaforseti Velez Sarsfield við sjónvarpsstöðina TV Publica í Argentínu.



Peruzzi er fyrst og fremst hægri bakvörður en getur einnig leikið á kantinum. Hann hefur rætt náið við Christian Bassedas fyrrum leikmenn Newcastle United og núverandi framkvæmdarstjóra Velez um lífið á norður Englandi.

„Þetta er frábært, sérstaklega þar sem þetta er ein besta deildin vegna þess hve hraður bolti er leikinn þar,“ sagði Peruzzi. „Bassedas hefur sagt mér frá borginni, fólkinu og eitthvað af liðinu. Honum líkaði mjög vel þarna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×