Lífið

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélag Íslands

Marín Manda skrifar
Michael Berkowitz og Ingvar Helgason.
Michael Berkowitz og Ingvar Helgason.
Uppskeruhátíð haldin í annað sinn hjá Fatahönnunarfélagi Íslands við mikinn fögnuð.



Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands var haldin í annað sinn síðastliðinn laugardag en markmið hennar er að efla samheldni innan fagsins og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. Dagskráin var fjölbreytt og voru fyrirlesarar kvöldsins þeir Michael H. Berkowitz og Ingvar Helgason. Michael vann í 15 ár sem listrænn stjórnandi undirfatalínu karla hjá Calvin Klein en hann deildi reynslu sinni um vöruþróun, hönnun og alþjóðlega markaðssetningu. Hann starfar nú sem hönnunarráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Tom Ford, Bruce Weber, Gap og Narciso Rodriquez.

Katrín María Káradóttir handhafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Steinunn Sigurðardóttir verðlaunahafi 2011.
Ingvar Helgason er annar fatahönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason, sem hann stofnaði ásamt Susanne Ostwald árið 2008 í London. Ingvar ræddi meðal annars um uppbyggingu hönnunarfyrirtækis á alþjóðlegum markaði. 

Indriðaverðlaunin voru einnig veitt þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku. Dómnefnd ákvað að veita Katrínu Maríu Káradóttur verðlaunin í ár fyrir framlag hennar til íslenskrar fatahönnunar og störf í faginu bæði hér á landi, erlendis og fyrir kennslu við fatahönnunardeild LHÍ. 

Í dómnefnd sátu Halla Helgadóttir, Eyjólfur Pálsson, Erna Bergmann, Steinunn Sigurðardóttir og Linda Björg Árnadóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.