Föst á Hólmavík í tæpa tvo sólarhringa | Einstakir ljúflingar á Hólmavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 19:39 Birna Lárusdóttir. „Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
„Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira