Lífið

Sjáið Ron Burgundy lesa alvöru fréttir

Ron Burgundy og Amber Schatz lesa hér fréttir fyrir KX News.
Ron Burgundy og Amber Schatz lesa hér fréttir fyrir KX News.
Leikarinn Will Ferrell las fréttir fyrir litla sjónvarpsstöð frá borginni Bismarck í North Dakota í Bandaríkjunum, í gervi persónunnar Ron Burgundy úr kvikmyndinni Anchorman. Þessi uppákoma er liður í markaðssetningu fyrir framhaldsmyndina Anchorman 2.

Fréttakonan Amber Schatz var þess heiðurs aðnjótandi að fá að lesa fréttir með Burgundy. Hún sagðist hafa þurft að berjast við að halda niðri í sér hlátrinum stóran hluta útsendingarinnar.

Burgundy var sjálfum sér líkur í útsendingunni og hafði mikið að segja um hinar ýmsu fréttir. Hann spurði Schotz hvort hún væri gift og svaraði fréttakonan neitandi. „En ég giftur, svo ekki gera þér neinar vonir,“ svaraði Burgundy. 

Hér að neðan má sjá umræddan fréttatíma KX News.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.