Lífið

Byrjuð með ríkasta manni Ástralíu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr er byrjuð með James Packer, ríkasta manni Ástralíu.

James er búinn að vera í spilavítabransanum um árabil og hefur þekkt Miröndu lengi í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína, Ericu Baxter.

Ástin blómstrar hjá James og Miröndu.
Miranda er nýlega skilin við leikarann Orlando Bloom eftir sex ára samband. Þau byrjuðu saman árið 2007 og giftu sig sumarið 2010. Þau eignuðust soninn Flynn í janúar árið 2011 en tilkynntu það í október á þessu ári að þau væru búin að vera skilin að borði og sæng í nokkra mánuði.

Miranda og Orlando þegar allt lék í lyndi.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.