Enski boltinn

Pellegrini orðinn stjóri City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. Nordicphotos/Getty
Manuel Pellegrini verður knattspyrnustjóri Manchester City næstu þrjú árin. Hann staðfesti þetta í dag.

Pellegrini, sem stýrt hefur liði Malaga undanfarin tvö tímabil með ágætum árangri, tekur við liði City af Ítalanum Roberto Mancini. Mancini var látinn taka poka sinn undir lok nýafstaðins tímabils.

„Ég er í skýjunum að fá þetta spennandi tækifæri," sagði Pellegrini. „Stefna félagsins er skýr bæði hvað varðar árangur innan og utan vallar. Ég ætla að spila stórt hlutverk," segir Chilemaðurinn.

Pellegrini er þriðji stjórinn til þess að stýra City síðan eigendurnir frá Abu Dhabi United félaginu tóku yfir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×