Draumurinn að bora á Borgarfirði eystri Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2013 19:16 Íslenskur jarðvísindamaður, sem rannsakar hvort Jan Mayen-hryggurinn sé undir Austurlandi, segir að þegar hafi fundist fimmtán sýni af bergi sem er nægilega gamalt til að geta varðveitt olíu. Draumurinn sé að djúp rannsóknarhola verði boruð á Borgarfirði eystri. Það eru hin litríku fjöll við Borgarfjörð eystri sem vísindamönnum þykja afar spennandi og í einu þeirra, Hvítserk, fundust fyrir nokkrum árum mjög óvenjulegir steinar, zirkonar, margfalt eldri en allt annað berg á Íslandi. „Þar fundum við 15 zirkona sem eru á aldrinum 180-240 milljónir ára, það er að segja frá miðlífsöld. Þetta er náttúrlega mjög sérkennilegt fyrir Ísland því elsta berg á Íslandi er oft talið vera 16-17 milljónir ára,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinarnir geti því verið leifar af Jan Mayen-hryggnum, sem Olíustofnun Noregs telur í nýrri skýrslu að teygi sig inn undir Austurland, en aldur zirkon-steinanna úr Hvítserk virðist vera sá sami og aldur Jan Mayen-hryggjarins. Sá hryggur hafi áður verið hluti af austurströnd Grænlands og myndaðist þegar Grænland og Noregur slitnuðu í sundur fyrir um 30 milljónum ára. Olíuleit á Drekasvæðinu byggir á þeirri kenningu að þetta séu sömu jarðlög og varðveita olíu við Noreg og Grænland. Olgeir segir þær rannsóknir sem nú liggi fyrir ekki geta svarað því hvort menn geti gert sér vonir um að olía sé undir Austfjörðum. „Það eina sem við getum sagt er að bergið er af þessum aldri. Og það er þekkt að olía getur fundist í bergi af þessum aldri. Lengra getum við ekki farið með það.“ Hann segir að rannsóknir séu fyrirhugaðar í sumar til að leita frekari ummerkja á Austurlandi um þetta gamla berg í samstarfi við Bandaríkjamenn, Frakka og Svía. „Við ætlum að reyna að kortleggja betur þessi jarðlög, taka sýni og efnagreina og sjá hvernig fram vindur.“ Og ef stórar fúlgur fengjust til rannsókna, þá væri stóri draumurinn að bora rannsóknarholu djúpt oní jörðina. „Ef það mætti bora hvar sem er, og ef það skyldi ekki eftir sig einhver hræðileg ummerki í náttúrunni, þá væri um að gera að bora eina fallega holu, ja.. rétt fyrir innan þorpið í Borgarfirði eystra. Því ekki það,“ svarar Olgeir. Tengdar fréttir Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. 13. júní 2013 19:07 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Íslenskur jarðvísindamaður, sem rannsakar hvort Jan Mayen-hryggurinn sé undir Austurlandi, segir að þegar hafi fundist fimmtán sýni af bergi sem er nægilega gamalt til að geta varðveitt olíu. Draumurinn sé að djúp rannsóknarhola verði boruð á Borgarfirði eystri. Það eru hin litríku fjöll við Borgarfjörð eystri sem vísindamönnum þykja afar spennandi og í einu þeirra, Hvítserk, fundust fyrir nokkrum árum mjög óvenjulegir steinar, zirkonar, margfalt eldri en allt annað berg á Íslandi. „Þar fundum við 15 zirkona sem eru á aldrinum 180-240 milljónir ára, það er að segja frá miðlífsöld. Þetta er náttúrlega mjög sérkennilegt fyrir Ísland því elsta berg á Íslandi er oft talið vera 16-17 milljónir ára,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinarnir geti því verið leifar af Jan Mayen-hryggnum, sem Olíustofnun Noregs telur í nýrri skýrslu að teygi sig inn undir Austurland, en aldur zirkon-steinanna úr Hvítserk virðist vera sá sami og aldur Jan Mayen-hryggjarins. Sá hryggur hafi áður verið hluti af austurströnd Grænlands og myndaðist þegar Grænland og Noregur slitnuðu í sundur fyrir um 30 milljónum ára. Olíuleit á Drekasvæðinu byggir á þeirri kenningu að þetta séu sömu jarðlög og varðveita olíu við Noreg og Grænland. Olgeir segir þær rannsóknir sem nú liggi fyrir ekki geta svarað því hvort menn geti gert sér vonir um að olía sé undir Austfjörðum. „Það eina sem við getum sagt er að bergið er af þessum aldri. Og það er þekkt að olía getur fundist í bergi af þessum aldri. Lengra getum við ekki farið með það.“ Hann segir að rannsóknir séu fyrirhugaðar í sumar til að leita frekari ummerkja á Austurlandi um þetta gamla berg í samstarfi við Bandaríkjamenn, Frakka og Svía. „Við ætlum að reyna að kortleggja betur þessi jarðlög, taka sýni og efnagreina og sjá hvernig fram vindur.“ Og ef stórar fúlgur fengjust til rannsókna, þá væri stóri draumurinn að bora rannsóknarholu djúpt oní jörðina. „Ef það mætti bora hvar sem er, og ef það skyldi ekki eftir sig einhver hræðileg ummerki í náttúrunni, þá væri um að gera að bora eina fallega holu, ja.. rétt fyrir innan þorpið í Borgarfirði eystra. Því ekki það,“ svarar Olgeir.
Tengdar fréttir Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. 13. júní 2013 19:07 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. 13. júní 2013 19:07