Innlent

Sitji ekki eins og búálfar á gulli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fá á samstarfsaðila og láta rekstur reiðhallarinnar á Iðavöllum standa undir sér, segir Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsalshéraðs.
Fá á samstarfsaðila og láta rekstur reiðhallarinnar á Iðavöllum standa undir sér, segir Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsalshéraðs.
„Ég tel, eftir að hafa kynnt mér forsögu málsins, það vera nokkuð ljóst að ríkisvaldið skuldar bókstaflega 12 til 13 milljónir inn í þetta verkefni,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, sem á mánudag keypti reiðhöllina á Iðavöllum á nauðungaruppboði.

Kaupverðið var 22,5 milljónir króna. Stefán telur ríkið skulda Fljótsdalshéraði fé því sveitarfélagið hafi lagt reiðhöllinni til land. Þeim sem ráði ríkisfjármálum beri siðferðileg skylda til þess að standa við það sem lofað hafi verið og að „skila þessum peningum og sitja ekki á þeim í Jarðasjóði eins og búálfar á gullpotti“. eins og Stefán sagði í bæjarstjórn.

Karl Lauritzson bæjarfulltrúi gagnrýndi þá forgangsröðun sem hann taldi kaupin endurspegla. Bæjarfulltrúinn Gunnar Jónsson sagði þau hins vegar hafa verið ákvörðun um að verja starfsemina í reiðhöllinni.

„Segjum að sundlaugin væri að fara á uppboð og maður hefði ótta af því að þar yrði farið í fiskeldi eða eitthvað slíkt þá hefði maður áreiðanlega stokkið til og reynt að verja það mannvirki,“ útskýrði bæjarfulltrúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×