Innfluttar eftirlíkingar af hönnunarvöru: „Þetta eru ólöglegir hlutir“ Hrund Þórsdóttir skrifar 18. október 2013 18:45 Reglulega koma upp mál þar sem leikur grunur á að brotið hafi verið gegn hugverkaréttindum og eru eftirlíkingar af hönnunarvörum fluttar til landsins í stórum stíl þótt slíkt sé ólöglegt. Þá eru gerðar eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Árið 2010 komu upp 17 mál, árið 2011 18 mál og á síðasta ári voru þau 19. Á þessu ári hafa komið upp 9 mál með um 500 hlutum og er samanlagt tollverð þeirra hátt í 5 milljónir króna. Um er að ræða fjölbreytt úrval af vörum, svo sem raftæki, snyrtivörur, gleraugu og fatnað. Í einu málinu var stöðvuð sending frá Kína með á annað hundrað eftirlíkingum af hönnunarhúsgögnum. Oftast er samið um förgun og geta þeir sem þetta stunda setið uppi með mikið tap. Þá þurfa þeir oft að greiða lögfræðikostnað að auki. Refsiheimildir eru til staðar í lögum og hljóða upp á allt að tveggja ára fangelsi, en lítið hefur reynt á þær enn sem komið er. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, situr fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands í nefnd hjá Einkaleyfastofu um höfundaréttarmál. „Þetta er náttúrulega eitt af því örfáa sem við hötum, yfirleitt erum við jákvætt fólk,“ segir hann. Eyjólfur segir flesta kaupa eftirlíkingar frá Kína. „Og að sjálfsögðu mega þær ekki koma hingað, af því að þetta eru ólöglegir hlutir,“ segir hann. Eyjólfur segir marga panta eftirlíkingar í stórum stíl og græða mikið á endursölu. Lítum á dæmi af kínversku netsíðunni Ali Express. Hinn frægi stóll, Eggið, kostar tæpar 700 þúsund krónur hjá Eyjólfi í Epal en á Ali Express fæst eftirlíking á rúmar 40 þúsund krónur. Stóllinn Svanurinn kostar tæpar 400 þúsund krónur en Ali Express býður eftirlíkingu á 43 þúsund. Þá kosta tveir Eames stólar um 110 þúsund í Pennanum en fást á Ali Express fyrir tæpar 30 þúsund krónur. Sendingarkostnaður til Íslands er enginn. Þegar leitað er að húsgagnaeftirlíkingum á síðunni koma upp margir valmöguleikar og þetta freistar margra en Eyjólfur segir tollayfirvöld hafa staðið sig vel í að grípa sendingar til landsins, enda sé auðveldara að stöðva húsgagnaflutninga en niðurhal af netinu, til dæmis á tónlist. Það sé þó ekki síður mikilvægt. Eyjólfur segir eftirlíkingar endast illa og að flestir séu meðvitaðir um raunverulega hönnunarhluti. „Og ég held satt að segja að menn séu ekki mjög hrifnir ef þú kemur inn á heimili og segir: „Já, ertu með eftirlíkingu?“. Það hljómar ekki vel,“ segir hann. Hann kveðst hafa orðið var við eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. „Það fannst mér viss áfangi, en sorglegur áfangi.“ Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Reglulega koma upp mál þar sem leikur grunur á að brotið hafi verið gegn hugverkaréttindum og eru eftirlíkingar af hönnunarvörum fluttar til landsins í stórum stíl þótt slíkt sé ólöglegt. Þá eru gerðar eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Árið 2010 komu upp 17 mál, árið 2011 18 mál og á síðasta ári voru þau 19. Á þessu ári hafa komið upp 9 mál með um 500 hlutum og er samanlagt tollverð þeirra hátt í 5 milljónir króna. Um er að ræða fjölbreytt úrval af vörum, svo sem raftæki, snyrtivörur, gleraugu og fatnað. Í einu málinu var stöðvuð sending frá Kína með á annað hundrað eftirlíkingum af hönnunarhúsgögnum. Oftast er samið um förgun og geta þeir sem þetta stunda setið uppi með mikið tap. Þá þurfa þeir oft að greiða lögfræðikostnað að auki. Refsiheimildir eru til staðar í lögum og hljóða upp á allt að tveggja ára fangelsi, en lítið hefur reynt á þær enn sem komið er. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, situr fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands í nefnd hjá Einkaleyfastofu um höfundaréttarmál. „Þetta er náttúrulega eitt af því örfáa sem við hötum, yfirleitt erum við jákvætt fólk,“ segir hann. Eyjólfur segir flesta kaupa eftirlíkingar frá Kína. „Og að sjálfsögðu mega þær ekki koma hingað, af því að þetta eru ólöglegir hlutir,“ segir hann. Eyjólfur segir marga panta eftirlíkingar í stórum stíl og græða mikið á endursölu. Lítum á dæmi af kínversku netsíðunni Ali Express. Hinn frægi stóll, Eggið, kostar tæpar 700 þúsund krónur hjá Eyjólfi í Epal en á Ali Express fæst eftirlíking á rúmar 40 þúsund krónur. Stóllinn Svanurinn kostar tæpar 400 þúsund krónur en Ali Express býður eftirlíkingu á 43 þúsund. Þá kosta tveir Eames stólar um 110 þúsund í Pennanum en fást á Ali Express fyrir tæpar 30 þúsund krónur. Sendingarkostnaður til Íslands er enginn. Þegar leitað er að húsgagnaeftirlíkingum á síðunni koma upp margir valmöguleikar og þetta freistar margra en Eyjólfur segir tollayfirvöld hafa staðið sig vel í að grípa sendingar til landsins, enda sé auðveldara að stöðva húsgagnaflutninga en niðurhal af netinu, til dæmis á tónlist. Það sé þó ekki síður mikilvægt. Eyjólfur segir eftirlíkingar endast illa og að flestir séu meðvitaðir um raunverulega hönnunarhluti. „Og ég held satt að segja að menn séu ekki mjög hrifnir ef þú kemur inn á heimili og segir: „Já, ertu með eftirlíkingu?“. Það hljómar ekki vel,“ segir hann. Hann kveðst hafa orðið var við eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. „Það fannst mér viss áfangi, en sorglegur áfangi.“
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“