Innlent

Fljúgandi bíll á markað 2015

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Flugbíll er væntanlegur í umferðina.
Flugbíll er væntanlegur í umferðina.
Hinn hefðbundni einkabíll gæti átt von á mikilli samkeppni frá og með árinu 2015. Þá mun koma á markað bíll sem keyrir um stæti líkt og hefðbundinn bíll en er gæddur þeim eiginleikum að geta flogið.



Terrafugia fyrirtækið, sem staðsett er í Massachusetts í Bandaríkjunum, hefur gefið út að bíll eftir þeirra hönnun komi á markað árið 2015. Sá bíll er með vængjum og getur flogið eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×