Garðsmennirnir kláruðu leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. maí 2013 06:00 Magnús Þórir er hér í leik með Keflavík gegn KR árið 2011. Mynd/Valli Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld. Markið breytti leiknum og Keflavík vann að lokum 3-1 sigur, þar sem Magnús sjálfur skoraði þriðja mark sinna manna. Magnús fær því nafnbótina leikmaður umferðarinnar að þessu sinni hjá Fréttablaðinu en hann sneri aftur til liðsins stuttu fyrir tímabilið eftir að hafa verið hjá Fylki í eitt ár. „Ég er ekkert ósáttur við að vera á bekknum, þó svo að maður vilji alltaf byrja. En það er stutt síðan ég kom og ég er enn að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Magnús Þórir við Fréttablaðið í gær. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn í Ólafsvík og leikurinn því mikilvægur. „Það var mjög gott að fá fyrstu stigin og svolítill léttir líka. Þó svo að þetta hafi verið bara þriðja umferð má segja að þetta hafi verið sex stiga leikur.“ Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvö mörk Keflavíkur og Magnús eitt. Þeir eiga það sameiginlegt að koma úr Garði. „Við grínuðumst með það eftir leik að Garður hafi bjargað Keflavík í þetta skiptið,“ segir hann í léttum dúr. Keflavík mætir næst Fylki á þriðjudagskvöld og Magnús Þórir vonast til að fá tækifærið í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi. Hann fór frá Fylki í vetur með heldur skömmum fyrirvara. „Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis] er toppmaður en það voru svo sem engir neistar á milli okkar. Ég var ekki framarlega í goggunarröðuni hjá honum og því var alveg eins gott að ljúka þessu. Ég ákvað því að fylgja innri tilfinningu enda óþarfi að eyða heilu sumri í að vera ósáttur í einhverju liði. Það er einu tímabili of mikið.“ Hann segist hlakka til að mæta sínum gömlu liðsfélögum úr Árbænum. „Það gefur alltaf smá auka kraft að spila gegn sínu gamla liði en annars lít ég ekki öðruvísi á hann. Ég vil bara standa mig eins vel og ég get, eins og í öllum leikjum.“ Lið 3. umferðarinnar: Markvörður: Róbert Örn Óskarsson, FH Varnarmenn: Magnús Már Lúðvíksson, Val Sam Tillen, FH Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Miðvallarleikmenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Val Gunnar Þorsteinsson, ÍBV Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík Sóknarmenn: Gary Martin, KR Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðabliki Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld. Markið breytti leiknum og Keflavík vann að lokum 3-1 sigur, þar sem Magnús sjálfur skoraði þriðja mark sinna manna. Magnús fær því nafnbótina leikmaður umferðarinnar að þessu sinni hjá Fréttablaðinu en hann sneri aftur til liðsins stuttu fyrir tímabilið eftir að hafa verið hjá Fylki í eitt ár. „Ég er ekkert ósáttur við að vera á bekknum, þó svo að maður vilji alltaf byrja. En það er stutt síðan ég kom og ég er enn að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Magnús Þórir við Fréttablaðið í gær. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn í Ólafsvík og leikurinn því mikilvægur. „Það var mjög gott að fá fyrstu stigin og svolítill léttir líka. Þó svo að þetta hafi verið bara þriðja umferð má segja að þetta hafi verið sex stiga leikur.“ Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvö mörk Keflavíkur og Magnús eitt. Þeir eiga það sameiginlegt að koma úr Garði. „Við grínuðumst með það eftir leik að Garður hafi bjargað Keflavík í þetta skiptið,“ segir hann í léttum dúr. Keflavík mætir næst Fylki á þriðjudagskvöld og Magnús Þórir vonast til að fá tækifærið í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi. Hann fór frá Fylki í vetur með heldur skömmum fyrirvara. „Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis] er toppmaður en það voru svo sem engir neistar á milli okkar. Ég var ekki framarlega í goggunarröðuni hjá honum og því var alveg eins gott að ljúka þessu. Ég ákvað því að fylgja innri tilfinningu enda óþarfi að eyða heilu sumri í að vera ósáttur í einhverju liði. Það er einu tímabili of mikið.“ Hann segist hlakka til að mæta sínum gömlu liðsfélögum úr Árbænum. „Það gefur alltaf smá auka kraft að spila gegn sínu gamla liði en annars lít ég ekki öðruvísi á hann. Ég vil bara standa mig eins vel og ég get, eins og í öllum leikjum.“ Lið 3. umferðarinnar: Markvörður: Róbert Örn Óskarsson, FH Varnarmenn: Magnús Már Lúðvíksson, Val Sam Tillen, FH Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Miðvallarleikmenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Val Gunnar Þorsteinsson, ÍBV Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík Sóknarmenn: Gary Martin, KR Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðabliki Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00