Garðsmennirnir kláruðu leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. maí 2013 06:00 Magnús Þórir er hér í leik með Keflavík gegn KR árið 2011. Mynd/Valli Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld. Markið breytti leiknum og Keflavík vann að lokum 3-1 sigur, þar sem Magnús sjálfur skoraði þriðja mark sinna manna. Magnús fær því nafnbótina leikmaður umferðarinnar að þessu sinni hjá Fréttablaðinu en hann sneri aftur til liðsins stuttu fyrir tímabilið eftir að hafa verið hjá Fylki í eitt ár. „Ég er ekkert ósáttur við að vera á bekknum, þó svo að maður vilji alltaf byrja. En það er stutt síðan ég kom og ég er enn að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Magnús Þórir við Fréttablaðið í gær. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn í Ólafsvík og leikurinn því mikilvægur. „Það var mjög gott að fá fyrstu stigin og svolítill léttir líka. Þó svo að þetta hafi verið bara þriðja umferð má segja að þetta hafi verið sex stiga leikur.“ Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvö mörk Keflavíkur og Magnús eitt. Þeir eiga það sameiginlegt að koma úr Garði. „Við grínuðumst með það eftir leik að Garður hafi bjargað Keflavík í þetta skiptið,“ segir hann í léttum dúr. Keflavík mætir næst Fylki á þriðjudagskvöld og Magnús Þórir vonast til að fá tækifærið í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi. Hann fór frá Fylki í vetur með heldur skömmum fyrirvara. „Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis] er toppmaður en það voru svo sem engir neistar á milli okkar. Ég var ekki framarlega í goggunarröðuni hjá honum og því var alveg eins gott að ljúka þessu. Ég ákvað því að fylgja innri tilfinningu enda óþarfi að eyða heilu sumri í að vera ósáttur í einhverju liði. Það er einu tímabili of mikið.“ Hann segist hlakka til að mæta sínum gömlu liðsfélögum úr Árbænum. „Það gefur alltaf smá auka kraft að spila gegn sínu gamla liði en annars lít ég ekki öðruvísi á hann. Ég vil bara standa mig eins vel og ég get, eins og í öllum leikjum.“ Lið 3. umferðarinnar: Markvörður: Róbert Örn Óskarsson, FH Varnarmenn: Magnús Már Lúðvíksson, Val Sam Tillen, FH Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Miðvallarleikmenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Val Gunnar Þorsteinsson, ÍBV Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík Sóknarmenn: Gary Martin, KR Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðabliki Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld. Markið breytti leiknum og Keflavík vann að lokum 3-1 sigur, þar sem Magnús sjálfur skoraði þriðja mark sinna manna. Magnús fær því nafnbótina leikmaður umferðarinnar að þessu sinni hjá Fréttablaðinu en hann sneri aftur til liðsins stuttu fyrir tímabilið eftir að hafa verið hjá Fylki í eitt ár. „Ég er ekkert ósáttur við að vera á bekknum, þó svo að maður vilji alltaf byrja. En það er stutt síðan ég kom og ég er enn að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Magnús Þórir við Fréttablaðið í gær. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn í Ólafsvík og leikurinn því mikilvægur. „Það var mjög gott að fá fyrstu stigin og svolítill léttir líka. Þó svo að þetta hafi verið bara þriðja umferð má segja að þetta hafi verið sex stiga leikur.“ Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvö mörk Keflavíkur og Magnús eitt. Þeir eiga það sameiginlegt að koma úr Garði. „Við grínuðumst með það eftir leik að Garður hafi bjargað Keflavík í þetta skiptið,“ segir hann í léttum dúr. Keflavík mætir næst Fylki á þriðjudagskvöld og Magnús Þórir vonast til að fá tækifærið í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi. Hann fór frá Fylki í vetur með heldur skömmum fyrirvara. „Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis] er toppmaður en það voru svo sem engir neistar á milli okkar. Ég var ekki framarlega í goggunarröðuni hjá honum og því var alveg eins gott að ljúka þessu. Ég ákvað því að fylgja innri tilfinningu enda óþarfi að eyða heilu sumri í að vera ósáttur í einhverju liði. Það er einu tímabili of mikið.“ Hann segist hlakka til að mæta sínum gömlu liðsfélögum úr Árbænum. „Það gefur alltaf smá auka kraft að spila gegn sínu gamla liði en annars lít ég ekki öðruvísi á hann. Ég vil bara standa mig eins vel og ég get, eins og í öllum leikjum.“ Lið 3. umferðarinnar: Markvörður: Róbert Örn Óskarsson, FH Varnarmenn: Magnús Már Lúðvíksson, Val Sam Tillen, FH Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV Miðvallarleikmenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Val Gunnar Þorsteinsson, ÍBV Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík Sóknarmenn: Gary Martin, KR Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðabliki Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett 8. maí 2013 07:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki