Ótrúlegur munnsöfnuður íslendinga á netinu 18. maí 2013 00:00 Stefnum vegna meiðyrða á netinu hefur fjölgað undanfarin ár segir Hæstaréttarlögmaður og sífellt fleiri leita réttar síns vegna meiðandi ummæla á veraldarvefnum. Slík dómsmál geti oft hlaupið á nokkrum milljónum. Netverjum hefur verið heitt í hamsi að undanförnu, annars vegar vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um opnunartíma í ÁTVR og hins vegar vegna ljósvakapistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði um sínar vangaveltur um Alex Fergusson knattspyrnustjóra Manchester United. Ummælin á netinu um þessar konur eru vægast sagt mjög harðorð. Áslaug Arna hefur verið kölluð heimsk og veruleikafirrt tík svo dæmi sé tekið. Kolbrún hefur verið kölluð froðuheili, fáviti, rugluð, fávís blaðakona, hálfviti og svo framvegis. Og þetta skrifar fólk kinnroðalaust undir nafni og margir kunna sér ekki hóf. Flest þessara ummæla eru rituð á athugasemdakerfi fjölmiðlanna sem birtast einnig á Facebook-síðum þeirra sem ritar þau. En hversu langt megum við ganga á netinu? „Það má í raun ekkert ganga lengra á netinu heldur en almennt. Þannig að það breytir engu hvort ummælin eru látin falla á netinu, í blaðagrein,í samtali manna á milli. Þegar þau hafa verið látin falla eða birta þá skiptir vettvangurinn ekki öllu máli," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sem rekur núna 10 dómsmál vegna meiðyrða og helmingur þeirra er vegna ummæla á netinu. „Það er alveg augljós aukning á meiðyrðamálum sem eru rekin fyrir dómstólum. Það er alveg pottþétt." Lögin séu skýr og dómstólar hafi einnig fellt afgerandi dóma í þessum efnum en það virðist ekki hafa áhrif á suma netverja. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk hugsi sig um áður en það lætur falla meiðandi ummæli á netinu þar sem dómsmál geti orðið fólki dýrkeypt og oft hlaupið á nokkrum milljónum. „Fólk er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér áður en það slengir þessu fram þannig að ég held að það sé partur af þessu. Fólk passar sig ekki nógu vel," segir Vilhjálmur. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Stefnum vegna meiðyrða á netinu hefur fjölgað undanfarin ár segir Hæstaréttarlögmaður og sífellt fleiri leita réttar síns vegna meiðandi ummæla á veraldarvefnum. Slík dómsmál geti oft hlaupið á nokkrum milljónum. Netverjum hefur verið heitt í hamsi að undanförnu, annars vegar vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um opnunartíma í ÁTVR og hins vegar vegna ljósvakapistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði um sínar vangaveltur um Alex Fergusson knattspyrnustjóra Manchester United. Ummælin á netinu um þessar konur eru vægast sagt mjög harðorð. Áslaug Arna hefur verið kölluð heimsk og veruleikafirrt tík svo dæmi sé tekið. Kolbrún hefur verið kölluð froðuheili, fáviti, rugluð, fávís blaðakona, hálfviti og svo framvegis. Og þetta skrifar fólk kinnroðalaust undir nafni og margir kunna sér ekki hóf. Flest þessara ummæla eru rituð á athugasemdakerfi fjölmiðlanna sem birtast einnig á Facebook-síðum þeirra sem ritar þau. En hversu langt megum við ganga á netinu? „Það má í raun ekkert ganga lengra á netinu heldur en almennt. Þannig að það breytir engu hvort ummælin eru látin falla á netinu, í blaðagrein,í samtali manna á milli. Þegar þau hafa verið látin falla eða birta þá skiptir vettvangurinn ekki öllu máli," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sem rekur núna 10 dómsmál vegna meiðyrða og helmingur þeirra er vegna ummæla á netinu. „Það er alveg augljós aukning á meiðyrðamálum sem eru rekin fyrir dómstólum. Það er alveg pottþétt." Lögin séu skýr og dómstólar hafi einnig fellt afgerandi dóma í þessum efnum en það virðist ekki hafa áhrif á suma netverja. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk hugsi sig um áður en það lætur falla meiðandi ummæli á netinu þar sem dómsmál geti orðið fólki dýrkeypt og oft hlaupið á nokkrum milljónum. „Fólk er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér áður en það slengir þessu fram þannig að ég held að það sé partur af þessu. Fólk passar sig ekki nógu vel," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent