Lífið

Íþróttaáhangendur hugga sig með mat

Aðdáendur íþróttaliða leita huggunar í mat eftir tapleiki.
Aðdáendur íþróttaliða leita huggunar í mat eftir tapleiki. Nordicphotos/getty
Íþróttaáhangendur leita huggunar í mat þegar lið þeirra tapar. Þetta leiðir nýleg rannsókn á vegum INSEAD Business School í Bandaríkjunum í ljós.

Fylgst var með aðdáendum liða í bandarísku NFL-deildinni og leiddi rannsóknin í ljós að áhangendur liðanna neyttu meira magns af sykri og mettaðri fitu daginn eftir tapleik.

Fylgst var með íþróttaaðdáendum liða í NFL-deildinni í tólf borgum í Bandaríkjunum og var grannt fylgst með daglegum neysluvenjum þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að neysla mettaðrar fitu jókst um sextán prósent daginn eftir tapleik, en ef liðið sigraði minnkaði neyslan að sama skapi um níu prósent.

„Fólk borðar betur þegar lið þess ber sigur úr býtum og óhollara þegar liðið tapar, sér í lagi ef tapið var óvænt, tæpt eða gegn liði í svipuðum styrkleikaflokki,“ sagði Yann Cornill, prófessor við INSEAD Business School, um niðurstöðu rannsóknarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.