Ungt fólk drekkur eins og foreldrarnir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. október 2013 09:00 Drykkjumynstur alkólhólista getur með tímanum breyst frá helgardrykkju yfir í að einstaklingarnir fara að drekka alla daga eða öll kvöld. Nordicphotos/Getty Niðurstöður nýrrar, norskrar rannsóknar sýna að ungt fullorðið fólk hefur sömu drykkjuvenjur og foreldrarnir. Drekki foreldrarnir sig oft fulla gerir unga fólkið það einnig. Drekki foreldrarnir oft en lítið í hvert sinn erfa börnin einnig þetta drykkjumynstur, að því er segir í frétt á vef Aftenposten um rannsóknina. Þar segir að fylgst hafi verið með rúmlega 2.500 ungmennum frá því að þau voru 15 ára þar til þau voru 28 ára. Haft er eftir Willy Pedersen, prófessor við Instistutt for sosiologi og samfunnsgeografi við Óslóarháskóla, að margt ungt fólk neyti mikils áfengis um ákveðið skeið. Sláandi við niðurstöður rannsóknarinnar sé hins vegar hversu langvarandi áhrifin séu af drykkjumynstri foreldranna.Valgerður Rúnarsdóttir læknirSamhengið milli drykkjumynsturs foreldranna og unga fólksins reyndist sterkara til langs tíma litið, heldur en áhrif frá vinum og menningu að öðru leyti. Þess er jafnframt getið að erfðir skipti máli. „Erfðir eru stærsti staki áhættuþátturinn þegar um áfengissýki er að ræða en að sjálfsögðu hefur umhverfið einnig áhrif. Unglingi sem elst upp hjá foreldrum sínum finnst ekki óeðlilegt að vera fullur um helgar ef mamma og pabbi eru það. En ef sami unglingur væri alinn upp á heimili þar sem drykkjumynstrið væri öðruvísi þá gæti hann fyrr litið á eigin drykkju sem vandamál,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Drykkjumynstur alkóhólista breytist oft með tímanum, að því er Valgerður greinir frá. „Það getur breyst frá helgardrykkju yfir í að einstaklingarnir fara að drekka alla daga eða öll kvöld. Það rennur aldrei af þeim en þeir eru samt ekki fullir. Það er hins vegar ekki vandamál ef menn drekka eitt glas með steik öðru hverju.“ Haft er eftir Pedersen á fréttavef Aftenposten að foreldrar þurfi að hafa í huga að börnin geti tekið upp drykkjumynstur þeirra. Það sé að vísu ekki vinsælt að lýsa slíku yfir þar sem foreldrarnir hafi sjálfir svo mikla ánægju af áfenginu. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Niðurstöður nýrrar, norskrar rannsóknar sýna að ungt fullorðið fólk hefur sömu drykkjuvenjur og foreldrarnir. Drekki foreldrarnir sig oft fulla gerir unga fólkið það einnig. Drekki foreldrarnir oft en lítið í hvert sinn erfa börnin einnig þetta drykkjumynstur, að því er segir í frétt á vef Aftenposten um rannsóknina. Þar segir að fylgst hafi verið með rúmlega 2.500 ungmennum frá því að þau voru 15 ára þar til þau voru 28 ára. Haft er eftir Willy Pedersen, prófessor við Instistutt for sosiologi og samfunnsgeografi við Óslóarháskóla, að margt ungt fólk neyti mikils áfengis um ákveðið skeið. Sláandi við niðurstöður rannsóknarinnar sé hins vegar hversu langvarandi áhrifin séu af drykkjumynstri foreldranna.Valgerður Rúnarsdóttir læknirSamhengið milli drykkjumynsturs foreldranna og unga fólksins reyndist sterkara til langs tíma litið, heldur en áhrif frá vinum og menningu að öðru leyti. Þess er jafnframt getið að erfðir skipti máli. „Erfðir eru stærsti staki áhættuþátturinn þegar um áfengissýki er að ræða en að sjálfsögðu hefur umhverfið einnig áhrif. Unglingi sem elst upp hjá foreldrum sínum finnst ekki óeðlilegt að vera fullur um helgar ef mamma og pabbi eru það. En ef sami unglingur væri alinn upp á heimili þar sem drykkjumynstrið væri öðruvísi þá gæti hann fyrr litið á eigin drykkju sem vandamál,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Drykkjumynstur alkóhólista breytist oft með tímanum, að því er Valgerður greinir frá. „Það getur breyst frá helgardrykkju yfir í að einstaklingarnir fara að drekka alla daga eða öll kvöld. Það rennur aldrei af þeim en þeir eru samt ekki fullir. Það er hins vegar ekki vandamál ef menn drekka eitt glas með steik öðru hverju.“ Haft er eftir Pedersen á fréttavef Aftenposten að foreldrar þurfi að hafa í huga að börnin geti tekið upp drykkjumynstur þeirra. Það sé að vísu ekki vinsælt að lýsa slíku yfir þar sem foreldrarnir hafi sjálfir svo mikla ánægju af áfenginu.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira