Innlent

Útvarpssendingar RÚV niðri í fimm daga í Grundarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Tækjabilun varð í útsendingarbúnaði RÚV í Grundarfirði á föstudaginn í síðustu viku svo truflun varð á útvarpsútsendingum í bænum og hafa íbúar átt í erfiðleikum með að hlusta á RÚV stöðvarnar. Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.



Á vef Skessuhorns er haft eftir Runólfi Guðmundssyni íbúa í Grundarfirði að fjöldi fólks hafi hringt og látið vita af biluninni og þrátt fyrir það hafi Ríkisútvarpið ekki séð ástæðu til að bregaðst við og gera við bilunina. Runólfur segir íbúa vera ævareiða og eftir að hafa verið útvarpslausir í fimm daga og eina leiðin til að nálgast útvarpssendingar RÚV hafi verið í gegnum tölvur. „Hér hlusta menn því á Bylgjuna og aðrar einkareknar útvarpsstöðvar sem standa sig betur en RÚV," hefur Skessuhorn eftir Runólfi.

Sendar utar í firðinum munu þó hafa verið í lagi sem hafa gert íbúm kleyft að ná útsendingum á öðrum tíðnum með minni gæðum. Varahluti hefur verið komið til Grundarfjarðar og vonast er til að sendirinn komist í lag seinni partinn í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×