Alþjóðlegur dagur missis á meðgöngu: Feður byrgja sorgina frekar inni María Lilja Þrastardóttir skrifar 15. október 2013 18:45 Í dag er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Jón Þór Sturluson og eiginkona hans Anna Sigrún Baldvinsdóttir eru á meðal þeirra fjölmörgu foreldra sem gengið hafa í gegnum þá erfiðu reynslu að missa ófætt barn sitt. Sonur þeirra fæddist andvana á 32 annarri viku meðgöngunnar, fyrir tæpum 18 árum síðan. Jón Þór segir karlmenn upplifa fósturlát á annan hátt en konur, en sorg þeirra engu síðri. „Það er náttúrulega gríðarlegur missir fyrir foreldra almennt en vissulega er líkamlega nálgunin önnur. En feður, ekki síður en mæður, byrja að mynda sitt samband við barnið áður en það fæðist. Þú hefur allskonar væntingar, áætlanir og tilhlakkanir um hvernig þetta samband verður á milli þín og barnsins. Svo þegar það er alltíeinu tekið þá er ansi margt sem hverfur,“ segir hann. Jón Þór segir missi feðra bæði raunverulegan og tilfinningalegan. Hann segir stuðning innan heilbrigðiskerfisins mjög góðan báðum kynjum og komið hafi verið fram við þau hjónin sem jafningja hvað þetta varðar. Hinsvegar séu gamlar hefðir ríkjandi í samfélaginu sem geri fólki og þá sér í lagi feðrum erfiðara um vik að ræða slíkan missi. „Versta sem að menn geta gert, og á það þá kannski frekar við um karla, að byrgja hlutina niðri. Það þarf ekki að bera tilfinningar sínar á torg en það er mikilvægt að fela þær ekki fyrir sjálfum sér.“Í tilefni af alþjóðadeginum verður boðið upp á kyrrðarstund í Garðarkirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Jón Þór Sturluson og eiginkona hans Anna Sigrún Baldvinsdóttir eru á meðal þeirra fjölmörgu foreldra sem gengið hafa í gegnum þá erfiðu reynslu að missa ófætt barn sitt. Sonur þeirra fæddist andvana á 32 annarri viku meðgöngunnar, fyrir tæpum 18 árum síðan. Jón Þór segir karlmenn upplifa fósturlát á annan hátt en konur, en sorg þeirra engu síðri. „Það er náttúrulega gríðarlegur missir fyrir foreldra almennt en vissulega er líkamlega nálgunin önnur. En feður, ekki síður en mæður, byrja að mynda sitt samband við barnið áður en það fæðist. Þú hefur allskonar væntingar, áætlanir og tilhlakkanir um hvernig þetta samband verður á milli þín og barnsins. Svo þegar það er alltíeinu tekið þá er ansi margt sem hverfur,“ segir hann. Jón Þór segir missi feðra bæði raunverulegan og tilfinningalegan. Hann segir stuðning innan heilbrigðiskerfisins mjög góðan báðum kynjum og komið hafi verið fram við þau hjónin sem jafningja hvað þetta varðar. Hinsvegar séu gamlar hefðir ríkjandi í samfélaginu sem geri fólki og þá sér í lagi feðrum erfiðara um vik að ræða slíkan missi. „Versta sem að menn geta gert, og á það þá kannski frekar við um karla, að byrgja hlutina niðri. Það þarf ekki að bera tilfinningar sínar á torg en það er mikilvægt að fela þær ekki fyrir sjálfum sér.“Í tilefni af alþjóðadeginum verður boðið upp á kyrrðarstund í Garðarkirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 20:00
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira