Styttist í niðurstöðu í Bjarnarflagi Svavar Hávarðsson skrifar 23. ágúst 2013 08:15 Núverandi Bjarnarflagsstöð Landsvirkjunar hefur verið í rekstri frá árinu 1969, eða í yfir 40 ár. Rekstur Jarðbaðanna við Mývatn, sem hófu rekstur í núverandi mynd árið 2004, byggir á nýtingu skiljuvatns frá núverandi virkjun. Mynd/Landsvirkjun Landsvirkjun mun á næstunni kynna niðurstöðu úttektar á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og ákvarðanir um næstu skref. Umhverfisráðherra hvetur fyrirtækið til að vinna nýtt umhverfismat. Ákvörðun er þó í höndum Skipulagsstofnunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur afar brýnt að Landsvirkjun vinni nýtt umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. Á sama tíma vinnur fyrirtækið að úttekt á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar frá 2004. Ákvörðun Landsvirkjunar um framhaldið við Bjarnarflag ræðst í byrjun næsta mánaðar.Langur tími liðinn Sigurður Ingi birti á miðvikudag hugleiðingu um Bjarnarflag á vefsíðu sinni. Þar tekur hann af allan vafa um vilja sinn um framhald málsins. Umhverfismat virkjunarinnar sé nærri tíu ára gamalt og að á þeim tíma hafi svo mikil reynsla og þekking í umhverfismálum fallið til við byggingu jarðvarmavirkjana að mikilvægt sé að Landsvirkjun vinni nýtt umhverfismat, en virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og fyrirtækið hefur nýtingarrétt á svæðinu. Hann skorar reyndar á Landsvirkjun að þetta verði að veruleika.Staðan Forsagan, þegar litið er stutt aftur, er sú að Umhverfisstofnun gaf frá sér álit í október í fyrra þar sem fram kom sá vilji stofnunarinnar að nýtt umhverfismat yrði unnið. Ástæðan er sú sama og ráðherra tíundar; umhverfismatið er einfaldlega það gamalt að endurmeta ætti áhrif losunar affallsvatns. Þetta verði gert í ljósi þess að lög um verndun vatnsins eigi að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Umhverfisstofnun benti á stöðu Mývatns og Laxár, sem eru á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði (Ramsar). Undir þetta tók Landvernd fyrr á þessu ári með sömu rökum.Niðurstaða í september Landsvirkjun hefur skilning á þeim áhyggjum sem settar eru fram og vill mæta þeim með hugmyndum um varfærni við uppbyggingu, aukinni umhverfisvöktun og einnig með því að fara yfir umhverfismatið vegna Bjarnarflagsvirkjunar. Þar er tekið tillit til tæknibreytinga og reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra, sem komið hafa fram frá því að Skipulagsstofnun úrskurðaði um allt að 90 MW Bjarnarflagsvirkjun árið 2004. Við þessa vinnu er jafnframt kannað hvort breytingar á löggjöf um umhverfismál eða á alþjóðlegum skuldbindingum kalli á endurskoðun á matinu að hluta eða í heild. Stjórn Landsvirkjunar hefur reyndar ekki tekið ákvörðun um hvort og hvenær verður sótt um virkjunarleyfi fyrir nýja virkjun í Bjarnarflagi en það verður ekki gert fyrr en orkusölusamningar liggja fyrir og úttektinni á umhverfismatinu er lokið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er þessa þó ekki langt að bíða. Fyrirtækið stefnir að því að kynna niðurstöður þessarar vinnu og ákvarðanir um næstu skref í síðasta lagi í september.Lögin eru skýrÍ kafla í núgildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum, sem heitir Ákvæði til bráðabirgða, kemur eftirfarandi fram: „Í þeim tilvikum þegar matsferli framkvæmdar sem undir lög þessi fellur hefur verið lokið samkvæmt eldri lögum en ekki hafa verið veitt öll leyfi vegna hennar skal við leyfisveitingu fara samkvæmt þeim lögum.“ Matsferli Bjarnarflagsvirkjunar lauk með úrskurði Skipulagsstofnunar þann 26. febrúar 2004 en núgildandi lög tóku gildi 1. október 2005. Í 6. málsgrein 11. greinar eldri laga kemur fram að hefjist framkvæmdir ekki innan tíu ára frá úrskurði Skipulagsstofnunar skal stofnunin ákvarða hvort mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli fara fram að nýju samkvæmt lögunum. Sem sagt, ef öll leyfi, svo sem virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi, hafa ekki verið gefin út innan tíu ára frá því að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir kemur til ákvörðunar stofnunarinnar um hvort mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram að nýju. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að sveitarstjórn óski eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar. En samkvæmt gömlu lögunum, sem hljóta að gilda samkvæmt lagatexta núgildandi laga, er það einfaldlega ákvörðun Skipulagsstofnunar eftir tíu ár hvernig málinu vindur fram, ef öll leyfi liggja ekki fyrir. Sem þau gera ekki. Á móti kemur að ef öll leyfi hefðu legið fyrir á tíu ára reglan ekki við. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Landsvirkjun mun á næstunni kynna niðurstöðu úttektar á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og ákvarðanir um næstu skref. Umhverfisráðherra hvetur fyrirtækið til að vinna nýtt umhverfismat. Ákvörðun er þó í höndum Skipulagsstofnunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur afar brýnt að Landsvirkjun vinni nýtt umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. Á sama tíma vinnur fyrirtækið að úttekt á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar frá 2004. Ákvörðun Landsvirkjunar um framhaldið við Bjarnarflag ræðst í byrjun næsta mánaðar.Langur tími liðinn Sigurður Ingi birti á miðvikudag hugleiðingu um Bjarnarflag á vefsíðu sinni. Þar tekur hann af allan vafa um vilja sinn um framhald málsins. Umhverfismat virkjunarinnar sé nærri tíu ára gamalt og að á þeim tíma hafi svo mikil reynsla og þekking í umhverfismálum fallið til við byggingu jarðvarmavirkjana að mikilvægt sé að Landsvirkjun vinni nýtt umhverfismat, en virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og fyrirtækið hefur nýtingarrétt á svæðinu. Hann skorar reyndar á Landsvirkjun að þetta verði að veruleika.Staðan Forsagan, þegar litið er stutt aftur, er sú að Umhverfisstofnun gaf frá sér álit í október í fyrra þar sem fram kom sá vilji stofnunarinnar að nýtt umhverfismat yrði unnið. Ástæðan er sú sama og ráðherra tíundar; umhverfismatið er einfaldlega það gamalt að endurmeta ætti áhrif losunar affallsvatns. Þetta verði gert í ljósi þess að lög um verndun vatnsins eigi að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Umhverfisstofnun benti á stöðu Mývatns og Laxár, sem eru á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði (Ramsar). Undir þetta tók Landvernd fyrr á þessu ári með sömu rökum.Niðurstaða í september Landsvirkjun hefur skilning á þeim áhyggjum sem settar eru fram og vill mæta þeim með hugmyndum um varfærni við uppbyggingu, aukinni umhverfisvöktun og einnig með því að fara yfir umhverfismatið vegna Bjarnarflagsvirkjunar. Þar er tekið tillit til tæknibreytinga og reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra, sem komið hafa fram frá því að Skipulagsstofnun úrskurðaði um allt að 90 MW Bjarnarflagsvirkjun árið 2004. Við þessa vinnu er jafnframt kannað hvort breytingar á löggjöf um umhverfismál eða á alþjóðlegum skuldbindingum kalli á endurskoðun á matinu að hluta eða í heild. Stjórn Landsvirkjunar hefur reyndar ekki tekið ákvörðun um hvort og hvenær verður sótt um virkjunarleyfi fyrir nýja virkjun í Bjarnarflagi en það verður ekki gert fyrr en orkusölusamningar liggja fyrir og úttektinni á umhverfismatinu er lokið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er þessa þó ekki langt að bíða. Fyrirtækið stefnir að því að kynna niðurstöður þessarar vinnu og ákvarðanir um næstu skref í síðasta lagi í september.Lögin eru skýrÍ kafla í núgildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum, sem heitir Ákvæði til bráðabirgða, kemur eftirfarandi fram: „Í þeim tilvikum þegar matsferli framkvæmdar sem undir lög þessi fellur hefur verið lokið samkvæmt eldri lögum en ekki hafa verið veitt öll leyfi vegna hennar skal við leyfisveitingu fara samkvæmt þeim lögum.“ Matsferli Bjarnarflagsvirkjunar lauk með úrskurði Skipulagsstofnunar þann 26. febrúar 2004 en núgildandi lög tóku gildi 1. október 2005. Í 6. málsgrein 11. greinar eldri laga kemur fram að hefjist framkvæmdir ekki innan tíu ára frá úrskurði Skipulagsstofnunar skal stofnunin ákvarða hvort mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli fara fram að nýju samkvæmt lögunum. Sem sagt, ef öll leyfi, svo sem virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi, hafa ekki verið gefin út innan tíu ára frá því að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir kemur til ákvörðunar stofnunarinnar um hvort mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram að nýju. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að sveitarstjórn óski eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar. En samkvæmt gömlu lögunum, sem hljóta að gilda samkvæmt lagatexta núgildandi laga, er það einfaldlega ákvörðun Skipulagsstofnunar eftir tíu ár hvernig málinu vindur fram, ef öll leyfi liggja ekki fyrir. Sem þau gera ekki. Á móti kemur að ef öll leyfi hefðu legið fyrir á tíu ára reglan ekki við.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira