Innlent

Öll hótel yfirbókuð um áramót

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ferðamenn sem eyða jólunum á Íslandi fjölgar sífellt og stefnir í einn besta desembermánuð í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Uppbókað er á öllum stærstu hótelum höfuðborgarsvæðisins um áramótin. Erlendir ferðamenn vilja upplifa lætin á gamlárskvöld segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Um 2000 ferðamenn dvelja á Íslandi yfir jólahátíðina og hefur færst í aukana að erlendir ferðamenn verji jólunum á Íslandi. Fréttastofa hafði samband við helstu hótel á höfuðborgarsvæðinu í dag og er nýting á hótelum um 30-40% yfir jólin sem telst nokkuð gott.

Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún áætlar að um fimm til sjö þúsund ferðamenn komi hingað til lands til að upplifa íslensk áramót.

Þegar fjöldi gistinátta í desember er skoðaður þá kemur í ljós að ferðamönnum hingað til lands hefur fjölgað talsvert á síðustu þremur árum. Gistinætur voru um 54 þúsund í desember árið 2010 en tveimur árum síðar voru þær tæplega 90 þúsund og hafði fjölgað um 63%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×