Innlent

Harður árekstur á Ísafirði

Harður árekstur varð milli tveggja bíla á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði í gærkvöldi og voru ökumenn beggja bílanna fluttir á sjúkrahúsið til aðhlynningar.

Hvorugur þeirra reyndist alvarlega slasaður en bílarnir skemmdust mikið og voru þeir fjarlægðir af vettvangi með kranabíl. Óhappið er rakið til mikillar hálku á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×