Innlent

Fjárhagseftirlit utanríkisráðuneytisins óviðunandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggst gegn því að utanríkisráðuneytið fái tæplega 47 milljón króna viðbótarframlag úr ríkissjóði vegna bótakröfu á hendur fyrrverandi starfsmanni sendiráðs Íslands í Vín.

Starfsmaðurinn, kona á þrítugsaldri, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt en ríkið þurfti að afskrifa bótakröfuna eftir árangurslaust fjárnám. Utanríkisráðuneytið óskaði eftir viðbótarframlagi úr ríkissjóði vegna þessa.

Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög segir að ráðuneytið þurfi sjálft að bera þennan kostnað þar sem ljóst þykir að fjárhagseftirlit ráðuneytisins hafi verið óviðunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×