Innlent

Skatttekjur hækka um rúma 5 milljarða

Höskuldur Kári Schram skrifar
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs í ár verði 5,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir vegna betri innheimtu á fjármagns-, virðisauka- og tekjuskatti lögaðila.

Þetta kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga.

Þar segir segir að hækkun tekjuáætlunar vegna fjármagnstekjuskatts, virðisaukaskatts og tekjuskatts lögaðilar nemi 5,9 milljörðum króna. Á móti vegi lægri innheimta vörugjalda og lækkun vaxtatekna ríkissjóðs.

Á heildina gera breytingartillögur fjárlaganefndar ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 5,8 milljörðum hagstæðari en gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×