Innlent

Vill herða reglur um rannsóknarnefndir

Höskuldur Kári Schram skrifar
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur brýnt að afmarka markmið og umfang rannsóknarnefnda og skýra betur fjárhagslega ábyrgð slíkra nefnda.

Þetta kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga.

Heildarkostnaður vegna tveggja rannsóknarnefnda um annars vegar Íbúðalánasjóð og hins vegar um fall sparisjóðanna hefur hækkað um rúmar 320 millljónir miðað við áætlanir. Í heild hafa þessar nefndir kostað ríkissjóð um 802 milljónir.

Rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð skilaði skýrslu í sumar en nefndin sem rannsakar fall sparisjóðanna hefur enn ekki lokið störfum.

Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að ef framhald verður á því að Alþingi skipi rannsóknarnefndir af þessu tagi sé brýnt að afmarka markmið og umfang starfsins miklu betur og skýra að auki betur fjárhagslega ábyrgð og hvernig kostnaðareftirliti skal hagað. Hvort tveggja hafi verið mjög óljóst og óskilgreint til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×