Innlent

Tveggja bíla árekstur fyrir ofan Árbæ

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Daníel Rúnarsson
Fjölmörg umferðaróhöpp hafa orðið síðustu daga vegna mikillar hálku. Nú síðdegis skullu tveir bílar saman rétt við Hádegismóa fyrir ofan Árbæ.

Betur fór en á horfðist. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður annars ökutækisins var sendur á slysadeild til öryggis.

Störfum lögreglu á vettvangi er lokið. En á myndinni má sjá þegar verið er að draga ökutækin af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×