Innlent

Röktu spor innbrotsþjófs í snjónum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Karlmaður var handtekinn í morgun, grunaður um innbrot í geymslur í sameign í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglan rakti slóð mannsins í snjónum frá vettvangi og handtók hann skömmu síðar á viðverustað hans. Maðurinn verður vistaður í fangaklefa þar til hægt er að taka af honum skýrslu.

Þá reyndi annar karlmaður að kveikja í bifreið á stæði fyrir utan fjölbýlis hús í Fellunum í Breiðholti í morgun. Styggð kom að manninum þegar vegfarandi sem átti leið hjá kom að honum og ekki er vitað hvað honum gekk til. Málið var tilkynnt til lögreglu og er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×