Innlent

Jólafundur Handarinnar í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Ari Eldjárn verður með uppistand á fundi Handarinnar.
Ari Eldjárn verður með uppistand á fundi Handarinnar. Mynd/GVA
Jólafundur Handarinnar verður haldinn í Áskirkju í kvöld klukkan 20:30. Á fundinum mun Brokk kórinn syngja undir stjórn Magga Kjartans, Ari Eldjárn verður með uppistand, upplestur verður úr tveimur ný útkomnum bókum og hljómsveitin Upplyfting leikur nokkur lög, svo eitthvað sé nefnt.

Þá mun fráfarandi formaður, Eyjólfur Magnússon Scheving flytja ávarp og tvær viðurkenningar verða veittar fólki sem hefur lagt Hendinni lið.

Fundarstjóri er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Aðgangur er ókeypis og kaffi og piparkökur eru í boði.

Höndin er, samkvæmt heimasíðu samtakanna, alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Við leitumst við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar.Við aðstoðum og liðsinnum, styðjum þá sem til okkar leita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×