Innlent

Ökumaður jeppa missti stjórn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað.
Ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á henni á Reykjanesbrautinni rétt upp úr klukkan 16 í dag. Bílveltan var á milli Kúagerðis og Vogaafleggjarans.

Þrír voru í bifreiðinni og voru allir fluttir á slysadeild. Lögreglan á Suðurnesjum telur að  meiðsli fólksins hafi verið minni háttar.

Lögreglan segir að lítið hafi verið um umferðarslys á Reykjanesbrautinni síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×