Býr í bíl við Esjurætur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. desember 2013 19:05 Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira