Innlent

Vél Gæslunnar kom að björgun 300 sýrlenskra flóttamanna

TF SIF er nú í verkefnum við Miðjarðarhafið.
TF SIF er nú í verkefnum við Miðjarðarhafið.
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF, tók um síðustu helgi þátt í að bjarga umþaðbil hundrað sýrlenskum flóttamönnum , sem voru um borð í báti á Miðjarðarhafinu.

Mikill leki var kominn að bátnum og stefndi í að hann sykki, þar sem hann var þá um 300 sjómílur suður af Sikiley.

Áhöfn Sifjar fann bátinn og vísaði ítölskum strandgæsluskipum á hann. Fólkið var tekið um borð í þau og flutt ti Sirakusa. 25 börn voru í hópnum. Gæsluvélin er þessa dagana við landamæraeftirlit við Miðjarðarhafið, fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×