Innlent

Árásarmaðurinn í hefndarhug gegn kennara

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Samkvæmt lögreglustjóranum á svæðinu hafði nemanum og kennaranum sinnast.
Samkvæmt lögreglustjóranum á svæðinu hafði nemanum og kennaranum sinnast. Mynd/AFP
Árásarmaðurinn sem hóf skotárás í Arapahoe-framhaldsskólann í Colorado í gær mun hafa verið nemi að hefndarhug gegn einum af kennurum skólans. CNN greinir frá þessu.

Samkvæmt lögreglustjóranum á svæðinu hafði nemanum og kennaranum sinnast.

Árásarmaðurinn, hinn 18 ára gamli Karl Halverson Pierson, skaut einn nemanda áður en hann svipti sig lífi samkvæmt Grayson Robinson lögreglustjóra.

Fyrst var talið að tveir hefðu særst í árásinni en yfirvöld ytra hafa upplýst um að aðeins einn var skotinn í gær, utan árásarmannsins sjálfs.

Robinson lögreglustjóri hefur staðfest við fjölmiðla að neminn sem særðist er 15 ára gömul stúlka sem slasaðist alvarlega við skotárásina.

Arapahoe-skólinn er um 15 kílómetrum frá Columbine-skólanum þar sem tveir nemendur myrtu 13 manns árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×