Sport

Hilmar Örn og Þorbjörg best í skylmingum árið 2013

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skylmingasamband Íslands
Hilmar Örn Jónsson úr FH og Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur hafa verið útnefnd skylmingafólk ársins 2013.

Þorbjörg náði glæsilegum árangri á Satellite heimsbikarmóti (Cole Cup 2013) í Newcastle í Bretlandi. Hún sigraði eftir æsilegan úrslitabardaga við ólympíufarann Perez Maurice frá Argentínu með 15 stigum gegn 14.

Þorbjörg varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2012 í níunda skiptið. Þorbjörg hafnaði í 37. sæti á Evrópumeistaramótinu 2013, haldið að þessu sinni í Zagreb í Ítalíu. Þetta var sterkasta mót ársins í skylmingaheiminum.

Hilmar vann það einstaka afrek að verða Norðurlandameistari í flokki 21 árs og yngri, opna flokknum og í liðakeppni. Hilmar varð Íslandsmeistari í U21, opnum flokki og í liðakeppni. Þetta er annað árið í röð sem Hilmar vinnur þessa flokka.

Hilmar hefur verið lykilmaður okkar í landsliði 21 árs og yngri og nú í karlalandsliðinu. Hann er án efa einn efnilegasti skylmingamaður Íslands og mikla möguleika í framtíðinni vegna ungs aldurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×