Berglind Gígja og Lúðvík Már eru blakfólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 17:41 Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Mynd/Blaksamband Íslands Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira