Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 22:15 MyndiArnold Björnsson Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira