Innlent

Hvar er ódýrasta jólatréð?

Jón Júlíus Karlsson skrifar

Það er órjúfanlegur hluti af jólunum hjá mörgum að kaupa lifandi jólatré. Þó það geti verið ódýra til lengri tíma að kaupa sígrænt jólatré þá vilja margir ekkert sjá nema lifandi tré. Fréttastofa leitaði af ódýrasta jólatrénu.

Vinsælasta jólatréð undanfarin ár hefur verið innfluttur normansþinur. Iceland kom þar sá og sigraði í óformlegri verðkönnun Stöðvar 2 en tré í um 180 sentímetrahæð kostar 4.980 kr. Það er talsvert lægra en hjá helstu keppinautum eins og sjá má.

Stafafura hefur einnig verið vinsæl hér á landi og hana selja mörg skógræktarfélög. Verð hjá Garðheimum, Blómaval og Byko var á svipuðu róli eða í kringum 7.990 krónur. Verð er hærra hjá skógræktarfélögum og björgunarsveitum en þar eru tré meðal annars seld til að fjármagna starfsemi félaganna.

Sé keyptur tréfótur með þá getur verð á lifandi jólatré hlaupið 10 til 18 þúsund krónur. Iceland kemur með látum inn á markaðinn með jólatré.

„Við náðum hagstæðum samningum og vildum leyfa fólki að njóta þess. Það er rosalega góð sala,“ segir Jón Ingi Gunnarsson, verslunarstjóri Iceland í Engihjalla, Kópavogi.

„Ég kaupi alltaf lifandi jólatré. Þau fara betur og eru skemmtilegri. Það fer betur heima hjá mér, er líflegra og svo kemur lykt af þeim sem ekki eru af gervitrjám,“ sagði einn viðskiptavinur Iceland í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.