PISA niðurstöður vondar fréttir fyrir grunnskólana og þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2013 15:37 Menntamálaráðherra segir óásættanlegt að strákum gangi ver í skólunum en stelpum og að mikill munur sé á stöðunni á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir niðurstöður í nýrri PISA rannsókn vondar fréttir bæði fyrir grunnskólanemendur og þjóðina. Nauðsynlegt sé að skoða allt grunnskólakerfið til að komast að rót vandans. En niðurstöðurnar sýna að íslenskir grunnskólanemar standa mun ver að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum varðandi lestur, stærðfræði og náttúrufræði. „Það er verulegt áfall fyrir okkur að þetta skuli vera staðan þegar kemur að lestrarkunnáttu, kunnáttu í reikningi og náttúrufræðum. Það er alveg augljóst að við þurfum að grípa til þeirra ráða sem duga til að stöðva þessa þróun,“ segir menntamálaráðherra. Illugi minnir á að þetta sé ekki ný þróun, því hún hafi átt sér stað allt frá því Ísland byrjaði árið 2000 að taka þátt í PISA rannsóknum. Nú þurfi að greina gögnin frekar þannig að hægt sé að draga af þeim lærdóm. „En það sem við þurfum auðvitað að skoða er menntakerfið í heild sinni. Við þurfum að skoða kennaramenntunina og inntak hennar. Við þurfum að skoða kennslugögnin, námsbækurnar. Við þurfum að skoða kennsluaðferðirnar. Við þurfum að skoða hvernig við prófum og hvernig við metum, hvort við séum að ná árangri og svo framvegis. Við þurfum í raun að skoða skólakerfið allt og þar er ekkert undanskilið,“ segir Illugi.Er grunnskólinn kvenlægur?Samkvæmt niðurstöðum PISA rannsóknarinnar nú er mikill munur á getu drengja og stúlkna í grunnskólunum og hefur sá munur aukist. „Það er rétt. Munurinn er sláandi, að það skuli vera uppi sú staða að við lok grunnskóla skuli 30 prósent af strákunum hjá okkur ekki geta lesið sér til gagns. Þetta þýðir ekki að þeir séu ólæsir en þeir geta ekki lesið sér til gagns. Þá getur maður spurt sig ef sú er staðan við lok grunnskólanámsins hvernig þeim hafi gengið að tileinka sér annað námsefni sem þeim hefur verið ætlað að læra í grunnskólanum. Menn sjá það í hendi sér hvernig muni svo ganga að fara í framhaldsskóla,“ segir Illugi. Þetta sé mikið áhyggjuefni og auðvitað eigi ekki að vera munur milli stráka og stelpna. En getur verið að skólarnir sé of kvenlægir, þar sem meirihluti kennara eru konur? „Það er staðreynd að meirihluti kennaranna er konur en það ætti ekki að hafa áhrif en það kann vel að vera að það geri það. Það er ekki hægt að útiloka það og það á ekki að útiloka það,“ segir menntamálaráðherra. Þá sýnir rannsóknin að frammistaða nemenda á landsbyggðinni er verri en á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið áhyggjuefni líka og er sérstakt rannsóknarefni fyrir okkur,“ segir Illugi. Leggjast þurfi í mikla vinnu til að komast að þvi hvað skýri þennan mun, sem sé óásættanlegur. Hins vegar megi ekki gleyma því sem vel er gert. Krökkunum líði almennt vel í skólanum og dregið hafi úr einelti. Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að þessar niðurstöður verði ræddar á Alþingi og sagði forseti Alþingis í dag að hann muni reyna að koma þeirri umræðu að fljótlega. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir niðurstöður í nýrri PISA rannsókn vondar fréttir bæði fyrir grunnskólanemendur og þjóðina. Nauðsynlegt sé að skoða allt grunnskólakerfið til að komast að rót vandans. En niðurstöðurnar sýna að íslenskir grunnskólanemar standa mun ver að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum varðandi lestur, stærðfræði og náttúrufræði. „Það er verulegt áfall fyrir okkur að þetta skuli vera staðan þegar kemur að lestrarkunnáttu, kunnáttu í reikningi og náttúrufræðum. Það er alveg augljóst að við þurfum að grípa til þeirra ráða sem duga til að stöðva þessa þróun,“ segir menntamálaráðherra. Illugi minnir á að þetta sé ekki ný þróun, því hún hafi átt sér stað allt frá því Ísland byrjaði árið 2000 að taka þátt í PISA rannsóknum. Nú þurfi að greina gögnin frekar þannig að hægt sé að draga af þeim lærdóm. „En það sem við þurfum auðvitað að skoða er menntakerfið í heild sinni. Við þurfum að skoða kennaramenntunina og inntak hennar. Við þurfum að skoða kennslugögnin, námsbækurnar. Við þurfum að skoða kennsluaðferðirnar. Við þurfum að skoða hvernig við prófum og hvernig við metum, hvort við séum að ná árangri og svo framvegis. Við þurfum í raun að skoða skólakerfið allt og þar er ekkert undanskilið,“ segir Illugi.Er grunnskólinn kvenlægur?Samkvæmt niðurstöðum PISA rannsóknarinnar nú er mikill munur á getu drengja og stúlkna í grunnskólunum og hefur sá munur aukist. „Það er rétt. Munurinn er sláandi, að það skuli vera uppi sú staða að við lok grunnskóla skuli 30 prósent af strákunum hjá okkur ekki geta lesið sér til gagns. Þetta þýðir ekki að þeir séu ólæsir en þeir geta ekki lesið sér til gagns. Þá getur maður spurt sig ef sú er staðan við lok grunnskólanámsins hvernig þeim hafi gengið að tileinka sér annað námsefni sem þeim hefur verið ætlað að læra í grunnskólanum. Menn sjá það í hendi sér hvernig muni svo ganga að fara í framhaldsskóla,“ segir Illugi. Þetta sé mikið áhyggjuefni og auðvitað eigi ekki að vera munur milli stráka og stelpna. En getur verið að skólarnir sé of kvenlægir, þar sem meirihluti kennara eru konur? „Það er staðreynd að meirihluti kennaranna er konur en það ætti ekki að hafa áhrif en það kann vel að vera að það geri það. Það er ekki hægt að útiloka það og það á ekki að útiloka það,“ segir menntamálaráðherra. Þá sýnir rannsóknin að frammistaða nemenda á landsbyggðinni er verri en á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið áhyggjuefni líka og er sérstakt rannsóknarefni fyrir okkur,“ segir Illugi. Leggjast þurfi í mikla vinnu til að komast að þvi hvað skýri þennan mun, sem sé óásættanlegur. Hins vegar megi ekki gleyma því sem vel er gert. Krökkunum líði almennt vel í skólanum og dregið hafi úr einelti. Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að þessar niðurstöður verði ræddar á Alþingi og sagði forseti Alþingis í dag að hann muni reyna að koma þeirri umræðu að fljótlega.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira