Innlent

Embætti talsmanns neytenda lagt niður

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Embætti talsmanns neytenda verður lagt niður og verkefnin flutt til Neytendastofu. Þetta á að spara 15 milljónir á ári. Gísli Tryggvason lögfræðingur hefur gengt embættinu um árabil.
Embætti talsmanns neytenda verður lagt niður og verkefnin flutt til Neytendastofu. Þetta á að spara 15 milljónir á ári. Gísli Tryggvason lögfræðingur hefur gengt embættinu um árabil.
Embætti  talsmanns neytenda verður lagt niður og verkefni embættisins færð til Neytendastofu, samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi.

Lögin eru liður í endurskipulagningu neytendamála og byggist á tillögum starfshóps sem skipaður var haustið 2011 en hlutverk hópsins var að fara yfir skipan neytendamála, hlutverk ráðuneyta og stofnana auk þess að skoða hlutverk frjálsra félagasamtaka í neytendamálum.

Í athugasemdum segir að reynslan hafi sýnt að óhagkvæmt sé að reka stofnun eins og Talsmann neytenda með einungis einum starfsmanni sem skuli sinna rekstrarlegum þáttum, öflugri faglegri starfsemi, halda úti upplýsingagjöf til almennings og reka heimasíðu.

Með þessari endurskipulagningu er talið að það megi ná fram hagræðingu sem skili  tæplega 15 milljón króna sparnaði fyrir ríkissjóð, en verkefnum embættis talsmanns neytenda verður framvegis sinnt af Neytendastofu með þeim fjárheimildum sem stofnunin hefur.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir 184 milljóna króna fjárheimild til Neytendastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×